Alexander keppir á European Cup í Paks og Prag
10.07.2018
Alexander Heiðarsson mun næstu hegi taka þátt í European Cup í Ungverjalandi og svo viku síðar í Tékklandi. European Cup mótin eru sterkustu mót sem haldin eru í Evrópu í hans flokki og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á meðal þeirra bestu. Alexander hefur undanfarið verið í æfingabúðum í Barcelona og mun svo ljúka sumar tímabilinu í Tékklandi í æfingabúðum að loknu mótinu þar. Hægt verður að fylgjast með keppninni í heimasíðu Alþjóða Júdósambandsinssins www.ijf.org. Hann mun keppa í -60 kg og keppir 15. júlí í Paks í Ungverjalandi og í Prag í Tékklandi 21. júlí.