Fréttir

Myndir frá Kyu móti

 Henti inn nokkrum myndum til viðbótar frá mótinu. Þakka keppendum fyrir komuna og skemmtilegar glímur. Myndir

Úrslit og myndir frá kyu-mótinu í júdó

Kyu-mótið sem fram fór í júdósalnum í dag tókst mjög vel.  Félögin sem þátt tóku í mótinu voru KA, JR, ÍR, Ármann, UMFS, UMFG og Samherjar.  Fjöldi keppenda var 60 talsins. Í tengslum við mótið fór fram dómaranámskeið og að því loknu hefur júdódómurum á Akureyri fjölgað um 400%. Steinar Ólafsson ljósmyndari og gamalreyndur júdókappi tók mikið af fínum myndum á mótinu og er hægt að sjá þær á þessari slóð: http://123.is/steinaro Um sigurvegara í einstökum flokkum er hægt að lesa hér að neðan.

Kyu-mót í júdó á Akureyri 22. nóvember 2008

Svokallað kyu-mót fer fram í júdósalnum í KA-heimilinu laugardaginn 22. nóvember n.k.  Á kyu-mótum mega aðeins keppa þeir sem eru með lægri gráðu (belti) en 1. kyu (brúnt belti).  Keppendur á mótinu verða rúmlega 60 og koma frá öllum félögum á landinu.  Mótið hefst kl. 10:00.

Judo: Bjarni Evrópumeistari öldunga

Eftirfarandi frétt birtist á vef ruv.is.   Judo: Bjarni Evrópumeistari öldunga   Bjarni Friðriksson judokappi varð í gærkvöld Evrópumeistari judomanna 50 ára og eldri, þegar hann sigraði í sínum flokki á Evrópumóti öldunga í Prag í Tékklandi. Hann llagði Rússa í úrslitaviðureign. Bjarni vann bronsverpðlaun á ÓL í Los Angeles árið 1984. Kári Jakobsson varð í 3. sæti í sínum þyngdarflokki í flokki 60 ára og eldri og Halldór Guðbjörnsson varð í 5. sæti í sínum þyngdarflokki sextugra og eldri. Við hjá Júdódeild KA óskum Bjarna Friðriks, Kára og Halldóri til hamingju með þennan góða árangur þeirra.

Ingþór góður á Íslandsmóti í BJJ

Ingþór Örn Valdimarsson, sem er nýjasti júdóþjálfarinn hjá KA, stóð sig vel á fyrsta Íslandsmótinu í Brasilísku Jiu-jitsu (BJJ) sem fram fór um helgina í Reykjavík.

Greiðslur æfingargjalda

Æfingargjöld leggjast inn á reikning 302-26-50530. Kennitala: 561089-2569. Taka verður fram nafn barns og kennitölu. Verðskrá má finna með æfingartöflunni hér til hliðar. Æskilegt er að greitt sé fyrir tímabilið fram að áramótum í heild sinni. ( 4 mán ). Systkinaafsláttur er 50% og frítt fyrir þriðja barn. K. Hilmar Trausti

Varðandi júdóæfingar.

Júdóæfingar hefjast í dag skv. æfingatöflu.  Nýliðar þurfa ekki að skrá sig, bara að mæta, ekkert óþarfa vesen.

Gunnar og ég í Grasagarðinum, frásögn.

Þar sem að æskuvinur minn og eðal-KA-maðurinn Gunnar Níelsson hefur á heimasíðu júdódeildar vitnað í atburð sem átti sér stað í Grasagarðinum í Laugardal haustið 1997 þá telur sá er þetta ritar nauðsynlegt að segja frá þessum atburði til að eyða öllum misskilningi.  Frásögnin er eftirfarandi:

Júdómenn athugið.

Vetrarstarfið byrjar næsta mánudag.  Það eru tvær æfingar eftir í þessari viku, júdóæfing á fimmtudaginn kl. 20:00 og síðan þrekæfing í Kjarnaskógi á föstudag kl. 20:00. Það var æfing í gærkvöldi í Kjarnaskógi, mættir voru:

Júdóæfingar hefjast 1. september.

Æfingatöfluna má sjá á tenglinum "Æfingatafla" hér á heimasíðunni.