Ingþór góður á Íslandsmóti í BJJ

Ingþór Örn Valdimarsson, sem er nýjasti júdóþjálfarinn hjá KA, stóð sig vel á fyrsta Íslandsmótinu í Brasilísku Jiu-jitsu (BJJ) sem fram fór um helgina í Reykjavík. Ingþór keppti undir merki fangabragðafélagsins Fenris þar sem að KA er ekki ennþá aðili að BJJ sambandinu.  Ingþór glímdi til úrslita við Gunnar Nelson bæði í -88kg flokki og í opnum flokki, en beið lægri hlut í bæði skiptin.  Gunnar hefur verið að keppa mikið erlendis síðasta árið með mjög góðum árangri og er feykilega öflugur um þessar mundir.  Þrátt fyrir að hafa tapað báðum úrslitaglímunum þá var það mál manna að Ingþór hefði verið sá sem kom Gunnari næst að getu á þessu móti.