"Old-boys" æfingar hafnar í júdó.

Síðasta föstudag kl. 20:00 hófust "old-boys" æfingar hjá júdódeildinni.  Á fyrstu æfinguna mættu nokkrar gamlar kempur sem ekki hafa sést í júdógalla í allt of langan tíma.  Framhald verður á þessum æfingum og eru nýliðar einnig velkomnir en nú þegar hafa nokkir slíkir boðað komu sína.