Æfingatafla Blakdeildar í vetur

Blakdeild KA hóf vetraræfingar sínar í vikunni og hvetjum við að sjálfsögðu alla krakka sem hafa áhuga á að prófa blak að mæta. Það er mikið og flott starf unnið hjá blakdeildinni bæði í meistaraflokki sem og yngri flokkum. Karlalið KA er núverandi Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem kvennalið KA er til alls líklegt í vetur
Lesa meira

Alexander í landsliðinu í undankeppni EM

Íslenska karlalandsliðið í blaki hefur leik í undankeppni EM 2019 í dag þegar strákarnir sækja Slóvakíu heim. Auk Íslands og Slóvakíu eru Svartfjallaland og Moldóva í riðlinum. Fyrirfram er Slóvakía sterkasta liðið en Slóvakar hafa farið í lokakeppnina síðustu sex skipti
Lesa meira

Úrslit á Íslandsmótinu í strandblaki (myndband)

Um helgina fór fram Íslandsmótið í strandblaki í Kjarnaskógi á Akureyri en blakdeild KA sá um umsjón mótsins. Veðrið lék við keppendur og voru aðstæður algjörlega til fyrirmyndar. KA-TV sýndi frá mótinu sem og gerði þetta skemmtilega samantektarmyndband frá úrslitaleikjunum
Lesa meira

Íslandsmótið í strandblaki í Kjarna um helgina

Það verður líf og fjör á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi um helgina en þá fer fram Íslandsmótið í strandblaki. Aðstaðan í Kjarnaskógi er orðin einhver sú besta á landinu og verður virkilega áhugavert að fylgjast með gangi mála en Íslandsmótið er að sjálfsögðu stærsta mótið í strandblakinu ár hvert
Lesa meira

4. stigamótið í strandblaki fór fram um helgina

Um helgina fór fram fjórða stigamótið í strandblaki og var leikið í Kjarnaskógi. Búið er að gera frábæra aðstöðu fyrir strandblak í Kjarnaskógi og var leikið á öllum fjórum völlunum á mótinu. Keppt var í tveimur deildum bæði karla og kvennamegin og má svo sannarlega segja að mikið líf hafi verið á keppnissvæðinu
Lesa meira

Fjölskylduskemmtun 3. júní á KA-svæðinu

Það verður líf og fjör á KA-svæðinu sunnudaginn 3. júní en þá ætlum við að bjóða uppá skemmtun fyrir unga sem aldna. Hægt verður að prófa allar íþróttir sem iðkaðar eru undir merkjum KA en það eru að sjálfsögðu fótbolti, handbolti, blak, júdó og badminton
Lesa meira

Mikilvægur félagsfundur í dag

KA heldur í dag opinn félagsfund þar sem félagið mun kynna framtíðaruppbyggingu á KA-svæðinu sem og rekstrarumhverfi KA. Gríðarlega mikilvægt er að KA fólk fjölmenni á fundinn enda mikilvægir tímar framundan hjá félaginu okkar. Fundurinn hefst klukkan 17:15 í íþróttasal KA-Heimilisins
Lesa meira

Miguel og Paula til liðs við KA

Blakdeild KA er áfram stórhuga eftir gríðarlega vel heppnað tímabil hjá karlaliðinu sem vann alla þrjá titla sem í boði voru. Liðinu barst í morgun mikill liðsstyrkur en Miguel Mateo Castrillo var stigahæsti leikmaður Mizunodeildarinnar á síðustu leiktíð og kemur til KA frá Þrótti Neskaupstað
Lesa meira

3. fl. kvenna Íslandsmeistari í blaki

Það rigna enn inn titlar hjá Blakdeild KA en 3. flokkur kvenna varð um helgina Íslandsmeistari í sínum flokki eftir frábæra frammistöðu á Ísafirði. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu alla fimm leiki sína 2-0, geri aðrir betur!
Lesa meira

Formaður KA kynnir fundinn mikilvæga

KA heldur gríðarlega mikilvægan félagsfund á miðvikudaginn klukkan 17:15 þar sem rædd verður framtíðaruppbygging á KA-svæðinu sem og rekstrarumhverfi KA. Það er ótrúlega mikilvægt að KA fólk fjölmenni á fundinn enda mjög mikilvægir tímar framundan hjá félaginu okkar en KA hefur stækkað gríðarlega undanfarin ár
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is