Fréttir

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA 2025

Aðalfundur knattspyrnudeildar KA fyrir árið 2025 verður haldinn í KA-Heimilinu miðvikudaginn 19. febrúar næstkomandi klukkan 17:30. Áhugasamir félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í starfi deildarinnar
Lesa meira

Jonathan Rasheed gengur í raðir KA

Knattspyrnudeild KA fékk í dag góðan liðsstyrk er Jonathan Rasheed gekk í raðir félagsins. Jonathan sem er 33 ára gamall markvörður sem kemur frá Noregi en er þó fæddur í Svíþjóð. Hann gengur í raðir KA frá sænska liðinu Värnamo sem leikur í efstudeild þar í landi
Lesa meira

Bjarki Fannar til liðs við KA - samningur út 2028

Bjarki Fannar Helgason er genginn í raðir KA og hefur hann skrifað undir samning við félagið sem gildir út sumarið 2028. Eru þetta afar spennandi fréttir en Bjarki sem kemur frá Hetti/Huginn er efnilegur og spennandi miðjumaður sem er fæddur árið 2005
Lesa meira

Bríet Fjóla og Hafdís Nína lögðu Færeyjar tvívegis

Bríet Fjóla Bjarnadóttir og Hafdís Nína Elmarsdóttir úr Þór/KA léku báðar með U16 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem mætti liði Færeyja tvívegis í æfingaleikjum á föstudag og svo sunnudag. Báðir leikir fóru fram í Miðgarði í Garðabæ
Lesa meira

Ívar Arnbro framlengir út 2027 - lánaður í Völsung

Ívar Arnbro Þórhallsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2027. Á sama tíma hefur hann verið lánaður til Völsungs þar sem hann mun leika með liðinu í næstefstu deild
Lesa meira

Kári Gautason framlengir út 2027

Kári Gautason skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2027. Kári sem er nýorðinn 21 árs kom af miklum krafti inn í meistaraflokkslið KA síðasta sumar og vakti verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína
Lesa meira

Erlingur og Hrefna hlutu heiðursviðurkenningu ÍBA

Erlingur Kristjánsson og Hrefna Brynjólfsdóttir hlutu heiðursviðurkenningu ÍBA fyrir framlag sitt til KA á Íþróttahátíð Akureyrar á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi
Lesa meira

Alex og Sandra íþróttafólk Akureyrar 2024

Alex Cambray Orrason úr lyftingadeild KA og Sandra María Jessen knattspyrnukona úr Þór/KA voru í gær kjörin íþróttafólk Akureyrar árið 2024. Þetta er annað árið í röð sem Sandra María er kjörin en í fyrsta skiptið sem Alex hlýtur þennan heiður
Lesa meira

Hákon Atli framlengir út 2026

Hákon Atli Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2026. Hákon sem er tvítugur er uppalinn hjá KA og lék sína fyrstu keppnisleiki fyrir meistaraflokk á nýliðnu sumri
Lesa meira

Andri Fannar framlengir út 2025

Andri Fannar Stefánsson framlengdi í dag samning sinn við knattspyrnudeild KA út sumarið 2025. Andri sem er 33 ára gamall miðjumaður er uppalinn hjá KA og hefur hann nú leikið 182 leiki í deild, bikar og Evrópu fyrir KA og gert í þeim 12 mörk
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is