Íslandsmótið í strandblaki í Kjarna um helgina

Blak
Íslandsmótið í strandblaki í Kjarna um helgina
Aðstaðan í Kjarnaskógi er til fyrirmyndar

Það verður líf og fjör á strandblaksvöllunum í Kjarnaskógi um helgina en þá fer fram Íslandsmótið í strandblaki. Aðstaðan í Kjarnaskógi er orðin einhver sú besta á landinu og verður virkilega áhugavert að fylgjast með gangi mála en Íslandsmótið er að sjálfsögðu stærsta mótið í strandblakinu ár hvert.

Mótið hefst á föstudeginum klukkan 18:00 og lýkur á sunnudeginum um klukkan 14:00. Kvennamegin er keppt í þremur mismunandi deildum sem skiptast í tvo riðla en hjá körlunum er leikið í einni deild sem skipt er upp í tvo riðla.

Allar upplýsingar um leikjaröðun má sjá á heimasíðunni stigakerfi.net og þá stefnir KA-TV á að sýna frá mótinu en við hvetjum að sjálfsögðu alla til að kíkja í Kjarnaskóg og sjá flotta strandblakstakta!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is