4. stigamótið í strandblaki fór fram um helgina

Blak
4. stigamótið í strandblaki fór fram um helgina
Verðlaunahafar í 1. deild kvenna á mótinu

Um helgina fór fram fjórða stigamótið í strandblaki og var leikið í Kjarnaskógi. Búið er að gera frábæra aðstöðu fyrir strandblak í Kjarnaskógi og var leikið á öllum fjórum völlunum á mótinu. Keppt var í tveimur deildum bæði karla og kvennamegin og má svo sannarlega segja að mikið líf hafi verið á keppnissvæðinu.

Helena Kristín Gunnarsdóttir og Heiða Elísabet Gunnarsdóttir fóru með sigur af hólmi í 1. deild kvenna, Heiðbjört Gylfadóttir og Birna Baldursdóttir urðu í 2. sætinu og Þórey Björg Einarsdóttir og Perla Ingólfsdóttir enduðu í 3. sætinu.

Í 1. deild hjá körlunum fóru þeir Janis Novikovs og Austris Bukovskis með sigur af hólmi, Benedikt Tryggvason og Arnar Halldórsson urðu í 2. sæti og þeir Karl Sigurðsson og Guðmundur P. Guðmundsson urðu í 3. sætinu.

Daniela Grétarsdóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir hömpuðu sigri í 2. deild kvenna, Auður Anna Jónsdóttir og Guðrún Margrét Jónsdóttir urðu í 2. sæti og þær Ragnheiður Eiríksdóttir og Hrafnhildur Birna Hallgrímsdóttir urðu í 3. sætinu.

Í 2. deild hjá körlunum fóru Kristinn Freyr Ómarssonog Eduard Constantin Bors með sigur af hólmi, Þór Bæring Ólafsson og Valgeir Bergmann urðu í 2. sæti og Þórður Sigmundur Sigmundsson og Valtýr Freyr Helgson urðu í 3. sætinu.

Við þökkum öllum sem komu að mótinu fyrir hve vel tókst upp og óskum verðlaunahöfum til hamingju!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is