Flýtilyklar
CSKA Sofia - KA 3-0, 3. okt. 1990
- |
1-0 Marashliev (19.)
2-0 Georgiev (48.)
3-0 Marashliev (80.)
KA stóð sig ágætlega í Búlgaríu
KA-menn héldu ágætlega í við búlgörsku meistarana í síðari leiknum í Sofia en urðu að sætta sig við 3-0 ósigur þegar upp var staðið.
Bjarni Jónsson fékk snemma ágætt færi til að skora, en síðan komst CSKA yfir á 19. mínútu með marki frá Marashliev og staðan var 1-0 í hálfleik.
Leikhléið varð þriggja stundarfjórðunga langt þar sem rafmagnslaust varð á vellinum og máttu KA-menn sitja í myrkvuðum búningsklefanum í 35 mínútur.
Þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Georgiev annað mark CSKA, 2-0, en eftir það sótti KA talsvert og freistaði þess að skora mark, sem hefði dugað til að koma liðinu áfram. Ormarr Örlygsson fékk tvö ágæt marktækifæri en náði ekki að skora. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka tókst síðan Marashliev að skora sitt annað mark og tryggja CSKA sæti í annarri umferð keppninnar.
Lið KA í leiknum:
Haukur Bragason, Halldór Halldórsson, Halldór Kristinsson, Steingrímur Birgisson, Bjarni Jónsson, Ormarr Örlygsson, Hafsteinn Jakobsson, Gauti Laxdal, Heimir Guðjónsson, Jón Grétar Jónsson (Örn Viðar Arnarson 82.), Kjartan Einarsson (Árni Hermannsson 65.)
Áhorfendur: 12.000