Stuðningsmenn

Á vordögum 2015 var vísir að stuðningsmannasveit stofnaður á kynningarkvöldi meistaraflokks karla. Umræðan á kynningarkvöldinu var á þá leið að lið KA hefði of lítinn stuðning og var hópur drengja tilbúinn að taka það á sig reyna að búa til stuðningsmannasveit í líkingu við Silfurskeið Stjörnunnar, Ljóns Leiknismanna og Mafíu FH-inga. Söngbók Sagganna var höfð að forgrunni, ásamt því sem ný lög voru samin. Strax á fyrsta heimaleik var stemmingin góð meðal stuðningsmanna og fjöldinn allur mætti í gulu, lamdi húðir og söng stuðningssöngva. 

Stuðningssveitinni var gefið nafnið Schiötharar sem vísar til þess að KA var stofnað á heimili Margrétar og Axels Schiöth

Eftir því sem leið á sumarið stækkaði stuðningsmannasveitinn til muna. Farið var keyrandi í hvern einasta útileik og liðinu fylgt eftir allt til Grindavíkur, Selfossar og Ólafsvíkur. Ferðin á Ólafsvík var sérstaklega eftirminnileg en ríflega 100 stuðningsmenn KA lögðu leið sína vestur í næst síðustu umferð og gjörsamlega áttu "stúkuna" í grenjandi rigningu og roki. 

Eftirminnilegustu frammistöður Schiötharanna sumarið 2015 voru í heimaleiknum gegn Þór þar sem KA vann bæði stúkuna og á vellinum. Einnig í bikarleiknum gegn Fjölni og Val var gríðarlega fjölmennt meðal Schiöthara. Knattspyrnudeild KA keypti "klöppur" og gula boli sem settu gríðarlega flottan svip á stúkuna í þeim leikjum, en einnig seldust yfir 60 Schiöthara-treyjur, sem voru alveg eins og keppnistreyjur KA, nema merktar með "Schiöthari" að aftan. Á lokahófi KA 2015 fengu Schiötharar viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu, frá leikmönnum KA.

Hér fyrir neðan má svo sjá nokkrar myndir frá sumrinu 2015. 

Söngbók Vina Sagga (pdf)  -  smella hér

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is