KA - FK Sloboda Tuzla 1-1, 28. júní 2003

KA - FK Sloboda Tuzla

0-1 Gradimir Crnogorac (19.)
1-1 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson (55.)

Vítaspyrnukeppnin:
0-1 Tarik Okanovic skorar
0-1 Hreinn Hringsson brennir af

1-1 Gradimir Crnogorac brennir af
1-1 Steinn Viðar Gunnarsson skorar

1-2 Staniša Nikolić skorar
1-2 Elmar Dan Sigþórsson brennir af

1-2 Nedžad Bajrović brennir af
2-2 Steingrímur Örn Eiðsson skorar

2-3 Nusret Muslimović skorar
2-3 Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson brennir af

Markvörður Sloboda felldi KA

KA tapaði í vítakeppni eftir tvö 1-1 jafntefli

Vítaspyrnukeppni felldi KA-menn á eigin heimavelli og þar var það landsliðsmarkvörður Bosníu, Mirsad Dedic, sem sá um að koma liði Sloboda áfram. Hann varði þrjár af fimm spyrnum KA-manna en Sören Byskov, markvörður KA, gaf honum þó lítið eftir og varði tvisvar.

KA-menn áttu góðan leik, einn sinn besta á tímabilinu, og voru sterkari aðilinn í heildina. Það voru þó gestirnir sem komust yfir með skallamarki eftir aukaspyrnu en KA var þrívegis nærri því að jafna í fyrri hálfleik.


Smelltu á myndina til að skoða myndasyrpu Þóris Tryggvasonar frá leiknum

Þorvaldur Makan náði síðan að skora, 1-1, með föstu skoti rétt utan vítateigs eftir að Dean Martin sendi boltann fyrir mark Sloboda og varnarmaður skallaði frá. Dedic kom Sloboda til bjargar á 75. mínútu þegar hann varði skalla Elmars Dan Sigþórssonar á glæsilegan hátt.

Í framlengingunni réð KA ferðinni framan af og Ronni Hartvig átti þá hörkuskot í þverslá. Í seinni hlutanum sótti Sloboda meira en fékk ekki umtalsverð færi.

Þorvaldur Makan skoraði á Akureyrarvelli
KA-menn fagna marki Þorvaldar Makans Sigbjörnssonar í seinni leiknum gegn Sloboda Tuzla á Akureyri

Lið KA í leiknum:

Sören Byskov, Jón Örvar Eiríksson (Hreinn Hringsson 55.), Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson, Dean Edward Martin, Slobodan Milisic, Þorvaldur Örlygsson, Steinn Viðar Gunnarsson, Steinar Sande Tenden (Elmar Dan Sigþórsson 55.), Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Pálmi Rafn Pálmason (Steingrímur Örn Eiðsson 91.), Ronni Hartvig

Ónotaðir varamenn: Árni Kristinn Skaftason, Örlygur Þór Helgason, Þorleifur Kristinn Árnason, Jóhann Helgason

Áhorfendur: 850

Umfjöllun Morgunblaðsins

Umfjöllun MBL

Umfjöllun DV

Umfjöllun DV

Umfjöllun Fréttablaðsins

Umfjöllun Fréttablaðsins

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is