Filip bestur og 5 KA menn í blakliði ársins

Karlalið KA í blaki varð eins og flestir vita þrefaldur meistari á nýliðnu tímabili þegar liðið hampaði Deildar-, Bikar- og Íslandsmeistaratitlinum. Lokahóf Blaksambands Íslands var haldið í gær og var lið ársins tilkynnt og á KA hvorki fleiri né færri en 5 leikmenn í liði ársins hjá körlunum. Þá var Filip Pawel Szewczyk valinn besti leikmaðurinn
Lesa meira

Opinn félagsfundur 16. maí

KA verður með opinn félagsfund í KA-Heimilinu þann 16. maí næstkomandi klukkan 17:15 en til umræðu verður framtíðaruppbygging á KA-svæðinu sem og rekstrarumhverfi KA. Gríðarlega mikilvægt er að KA fólk fjölmenni á fundinn enda gríðarlega mikilvægir tímar hjá félaginu okkar
Lesa meira

Ingvar Már Gíslason nýr formaður KA

Aðalfundur KA fór fram í gær og var Ingvar Már Gíslason kjörinn nýr formaður félagsins en Hrefna G. Torfadóttir lét af störfum. Ingvar hefur undanfarin ár gegnt hlutverki varaformanns félagsins en tekur nú við forystuhlutverkinu og er mikil ánægja með skipan Ingvars. Á sama tíma þökkum við Hrefnu kærlega fyrir hennar störf en hún hefur verið formaður frá árinu 2010
Lesa meira

Örfréttir KA - 23. apríl 2018

Í örfréttapakka vikunnar förum við yfir frábæra þrennu í blakinu, umspilið um laust sæti í efstu deild í handboltanum, nýja samninga og komandi knattspyrnuleiki, endilega kíkið á pakkann og kynnið ykkur gang mála hjá KA
Lesa meira

Nýjar siðareglur KA

Aðalstjórn KA samþykkti nýverið nýjar siðareglur félagsins sem allir félagsmenn ættu að kynna sér. Það er von okkar allra um að allt starf í kringum KA sé til fyrirmyndar og félagi okkar til sóma hvort sem um ræðir leikmenn, þjálfara, starfsmenn, stjórnarmenn, forráðamenn eða almenna stuðningsmenn
Lesa meira

KA Podcastið - 19. apríl 2018

Annar þáttur af KA Podcastinu er kominn í loftið en KA Podcastið er vikulegur hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er um mál líðandi stundar hjá KA og góðir gestir koma í heimsókn. Að þessu sinni fara þeir Siguróli Magni Sigurðsson og Birkir Örn Pétursson yfir glæsilegt blaktímabil KA ásamt því að hita upp fyrir umspil í handboltanum
Lesa meira

Nýjar stjórnir í blaki, júdó og handbolta

Aðalfundir Handknattleiks-, Blak-, Júdó- og Spaðadeildar KA fóru fram í vikunni þar sem farið var yfir síðasta ár bæði inná vellinum sem og utan. Þá var kosið í stjórnir deildanna ásamt því að aðilum var þökkuð góð störf í þágu félagsins undanfarin ár
Lesa meira

Myndaveisla frá sigri KA í blaki

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki með 3-0 sigri á HK í KA-Heimilinu í kvöld og vann þar með úrslitaeinvígið 3-0. Frábær stemning var í KA-Heimilinu og voru pallarnir þéttsetnir, líklega áhorfendamet á blakleik á Íslandi. Þórir Tryggvason ljósmyndari var með myndavélina á lofti og fangaði stemninguna eins og honum einum er lagið
Lesa meira

KA Íslandsmeistari í blaki 2018

KA tókst hið ótrúlega og hampaði í kvöld Íslandsmeistaratitlinum í blaki og vann liðið þar með allar þrjár keppnirnar í vetur. KA er því Deildar-, Bikar- og Íslandsmeistari, geri aðrir betur!
Lesa meira

Aðalfundur KA 24. apríl

Aðalfundur KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 24. apríl næstkomandi klukkan 18:00. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga enda mikilvægir tímar framundan hjá félaginu. Venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is