Flýtilyklar
FK Sloboda Tuzla - KA 1-1, 21. júní 2003
- |
1-0 Nusret Muslimović (80.)
1-1 Hreinn Hringsson (81.)
KA menn náðu góðum úrslitum í Bosníu
KA-menn náðu góðum úrslitum í Bosníu þegar þeir gerðu jafntefli við Sloboda í fyrri leik liðanna.
KA byrjaði betur en heimamenn voru þó hættulegri í fyrri hálfleiknum. Þeir fengu dauðafæri fimm mínútum fyrir hlé en Sören Byskov markvörður KA bjargaði glæsilega. Sloboda sótti stíft framan af síðari hálfleik og átti meðal annars skalla í þverslá. Á 69. mínútu var einn heimamanna, Sarajlic, rekinn af velli með sitt annað gula spjald. KA komst þá betur inn í leikinn en það voru samt heimamenn sem komust yfir þegar þeir skoruðu úr vítaspyrnu, 10 mínútum fyrir leikslok.
KA-menn voru fljótir að svara fyrir sig, Steingrímur Örn Eiðsson sendi á Hrein Hringsson, sem slapp einn gegn markverði Sloboda og skoraði af öryggi, 1-1.
Hreinn Hringsson skoraði mark KA-manna í Bosníu og hér sækir hann að marki Sloboda í leiknum á Akureyrarvelli
Lið KA í leiknum:
Sören Byskov, Jón Örvar Eiríksson, Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson, Dean Edward Martin (Steingrímur Örn Eiðsson 60.), Slobodan Milisic, Ronni Hartvig, Steinn Viðar Gunnarsson, Steinar Sande Tenden (Hreinn Hringsson 75.), Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Pálmi Rafn Pálmason, Óli Þór Birgisson
Ónotaðir varamenn: Árni Kristinn Skaftason, Örlygur Þór Helgason, Elmar Dan Sigþórsson, Þorvaldur Örlygsson, Jóhann Helgason
Áhorfendur: 8.000