Blaklið KA á NEVZA um helgina

Karla- og kvennalið KA í blaki eru á leiðinni út þar sem þau munu bæði keppa á NEVZA Club Championship evrópukeppninni. Leikið er í tveimur riðlum og fara efstu tvö liðin upp í undanúrslit og verður ákaflega gaman að sjá hvar okkar lið standa gegn jafn sterkum erlendum andstæðingum
Lesa meira

KA Deildarmeistari í blaki karla

KA varð í gærkvöldi Deildarmeistari í Mizunodeild karla í blaki en þetta varð ljóst eftir að HK sem situr í 2. sæti deildarinnar tapaði gegn Aftureldingu. KA liðið sem hefur aðeins tapað einum leik í vetur er með 32 stig í efsta sæti en HK er með 18 stig og getur ekki lengur náð KA að stigum
Lesa meira

KA Podcastið - 30. janúar 2019

Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson mæta aftur með KA Podcastið eftir smá frí og fara þeir yfir stöðu mála í fótboltanum, handboltanum og blakinu enda ýmislegt búið að ganga á frá síðasta hlaðvarpsþætti
Lesa meira

Dregið í Kjörísbikarnum í blaki

Í dag var dregið í 8-liða úrslit Kjörísbikars karla og kvenna í blaki. Bæði lið KA voru að sjálfsögðu í pottinum en karlalið KA er eins og flestir vita ríkjandi bikarmeistari og hefur unnið bikarkeppnina þrisvar á síðustu fjórum árum
Lesa meira

Sannfærandi 0-3 sigur á Þrótti Reykjavík

Kvennalið KA í blaki lék í dag lokaleik sinn fyrir NEVZA Evrópukeppnina þegar liðið sótti Þrótt Reykjavík heim í Mizunodeildinni. Fyrr um helgina hafði liðið unnið góða sigra á Álftanesi og Álftanesi 2 en KA og HK eru í harðri baráttu um Deildarmeistaratitilinn og mátti okkar lið alls ekki misstíga sig í leik dagsins
Lesa meira

Annar 0-3 sigur og stelpurnar áfram í bikarnum

Annan daginn í röð voru leikir hjá karla- og kvennaliðum okkar í blaki á Álftanesi. Karlaliðið mætti heimamönnum aftur í Mizunodeildinni en kvennaliðið okkar mætti Álftanesi 2 í Kjörísbikarnum. Bæði lið unnu 0-3 sigra í gær og mátti því reikna með áframhaldandi sigurgöngu í dag
Lesa meira

Tveir góðir 0-3 sigrar á Álftanesi

Það er töluvert álag á blakliðum KA þessa dagana en bæði karla- og kvennalið KA eru á toppi Mizunodeildanna og eru að fara í gegnum strembið leikjaprógram til að geta komist í NEVZA Evrópukeppnina í byrjun febrúar. Í kvöld sóttu bæði lið Álftanes heim og máttu hvorugt við því að misstíga sig
Lesa meira

Stór blakhelgi fyrir sunnan hjá báðum liðum

Karla- og kvennalið KA í blaki leika bæði fyrir sunnan um helgina, karlarnir leika tvo leiki en konurnar leika þrjá leiki. Stutt er síðan bæði lið léku toppslagi gegn HK og því töluvert álag á leikmönnum þessa dagana en þetta verða síðustu leikir liðanna fyrir NEVZA Evrópukeppnina sem liðin taka þátt í á næstunni í Danmörku
Lesa meira

Komdu í blak, frítt að prófa!

Blakdeild KA er með öflugt og metnaðarfullt starf hvort sem er í meistaraflokki eða yngri flokkum bæði hjá strákum og stelpum. Blak er ákaflega skemmtileg íþrótt sem er ansi frábrugðin öðrum greinum og viljum við benda ungum iðkendum á að frítt er að koma og prófa blak hjá KA
Lesa meira

Blakdeild KA og Avis með styrktarsamning

Blakdeild KA gat ekki bara glaðst yfir þremur frábærum sigrum hjá karla- og kvennaliðum sínum um helgina því deildin skrifaði undir nýjan og glæsilegan styrktarsamning við Avis bílaleigu. Blakdeild KA rekur gríðarlega metnaðarfullt starf en bæði karla- og kvennalið liðsins eru í efsta sæti Mizunodeildanna auk þess sem þau munu bæði keppa í Evrópukeppni í upphafi febrúar
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is