Flýtilyklar
KA Deildarmeistari í blaki karla
KA varð í gærkvöldi Deildarmeistari í Mizunodeild karla í blaki en þetta varð ljóst eftir að HK sem situr í 2. sæti deildarinnar tapaði gegn Aftureldingu. KA liðið sem hefur aðeins tapað einum leik í vetur er með 32 stig í efsta sæti en HK er með 18 stig og getur ekki lengur náð KA að stigum.
Þetta er annað árið í röð sem KA vinnur Deildarmeistaratitilinn og var í raun bara tímaspursmál hvenær titilinn yrði tryggður í vetur en liðið hefur haft mikla yfirburði í deildinni. KA hefur alls sjö sinnum orðið Deildarmeistari í blaki karla og vantar nú aðeins einn titil í viðbót til að jafna Stjörnuna sem er sigursælasta liðið í sögunni með 8 titla.
Við óskum strákunum hjartanlega til hamingju með titilinn og verður gaman að sjá hvort fleiri titlar bætist við í safnið síðar í vetur. Næst á dagskrá hjá liðinu og reyndar kvennaliði KA einnig er NEVZA Evrópukeppnin en liðin halda utan 8. febrúar næstkomandi og verður ákaflega gaman að sjá hvernig okkar lið spreyta sig gegn sterkum erlendum andstæðingum.