Flýtilyklar
Fréttir
11.01.2025
Tilnefningar til þjálfara ársins 2024
Sjö frábærir þjálfarar eru tilnefndir til þjálfara hjá KA fyrir árið 2024. Þetta verður í fimmta skiptið sem verðlaun fyrir þjálfara ársins verða veitt innan félagsins. Þjálfarar félagsins skipa lykilhlutverk í okkar starfi og erum við ákaflega heppin að eiga fjölmargar fyrirmyndarþjálfara innan okkar raða
Lesa meira
10.01.2025
Viðar Örn framlengir við KA!
Viðar Örn Kjartansson skrifaði í dag undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og leikur því áfram með Bikarmeisturum KA á komandi sumri. Eru þetta ákaflega góðar fréttir en Viðar er einhver allra mesti markaskorari í sögu Íslands og sýndi hann gæði sín með KA á síðustu leiktíð
Lesa meira
09.01.2025
Tilnefningar til Böggubikars stúlkna 2024
Böggubikarinn verður afhendur í ellefta skiptið í ár en hann er veittur bæði dreng og stúlku sem þykja efnileg í sinni grein en eru ekki síður sterk félagslega. Böggubikarinn verður afhentur á 97 ára afmælishátíð KA sunnudaginn 12. janúar klukkan 17:00
Lesa meira
09.01.2025
Tilnefningar til Böggubikars drengja 2024
Böggubikarinn verður afhendur í ellefta skiptið í ár en hann er veittur bæði dreng og stúlku sem þykja efnileg í sinni grein en eru ekki síður sterk félagslega. Böggubikarinn verður afhentur á 97 ára afmælishátíð KA sunnudaginn 12. janúar klukkan 17:00
Lesa meira
07.01.2025
Tilnefningar til íþróttakonu KA 2024
Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 97 ára afmæli sitt sunnudaginn 12. janúar 2025 við hátíðlega athöfn í KA-Heimilinu klukkan 17:00. Við það tilefni verður íþróttakona KA árið 2024 kjörin en í þetta skiptið eru fjórar glæsilegar íþróttakonur tilnefndir frá deildum félagsins
Lesa meira
07.01.2025
Tilnefningar til íþróttakarls KA 2024
Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 97 ára afmæli sitt sunnudaginn 12. janúar 2025 við hátíðlega athöfn í KA-Heimilinu klukkan 17:00. Við það tilefni verður íþróttakarl KA árið 2024 kjörinn en í þetta skiptið eru fimm aðilar tilnefndir frá deildum félagsins
Lesa meira
03.01.2025
Guðjón Ernir til liðs við KA
Guðjón Ernir Hrafnkelsson gekk í raðir KA í dag er hann skrifaði undir samning við knattspyrnudeild sem gildir út sumarið 2027. Eru þetta afar jákvæðar fréttir en Guðjón er ákaflega spennandi leikmaður sem mun klárlega styrkja liðið fyrir baráttuna í sumar
Lesa meira
21.12.2024
Nýársbolti meistaraflokks KA
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarin ár boðið upp á stórskemmtilegar æfingar fyrir hressa og metnaðarfulla krakka í kringum hátíðarnar. Í þetta skipti verða æfingarnar dagana 3. og 4. janúar en æfingarnar eru fyrir 4., 5. og 6. flokk
Lesa meira
06.12.2024
Bríet áfram í undankeppni EM með U19
U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu kvenna tryggði sér á dögunum sæti í næstu umferð undankeppni EM 2025. Þór/KA átti einn fulltrúa í hópnum en það var hún Bríet Jóhannsdóttir sem lék sinn fyrsta landsleik í ferðinni
Lesa meira