William Tønning gengur í raðir KA

Fótbolti

KA barst í dag góður styrkur fyrir komandi fótboltasumar þegar William Tønning skrifaði undir eins árs samning við knattspyrnudeild KA. William sem kemur frá Danmörku er 25 ára gamall en kemur til KA frá sænska liðinu Ängelholms FF.

William er afar spennandi leikmaður en hann kemur á frjálsri sölu frá Ängelholms. Þar áður hefur hann leikið með hinum ýmsu liðum í Nýja Sjálandi, Danmörku, Færeyjum, Svíþjóð og Bandaríkjunum.

KA hafði áður gengið frá samning við markvörðinn Jonathan Rasheed en hann varð fyrir því óláni að slíta hásin skömmu eftir komuna norður. Það er því ákaflega jákvætt að fá William inn í hópinn en hann er strax orðinn klár í slaginn og er í leikmannahópi KA sem mætir Þór í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins kl. 18:00 á Greifavellinum í dag.

Við bjóðum William hjartanlega velkominn í KA og hlökkum til að fylgjast með framgöngu hans í sumar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is