Hampar KA Íslandsmeistaratitlinum á þriðjudaginn?

Blaklið KA er komið í vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en KA liðið leiðir 2-0 gegn HK. KA liðið hefur nú þegar hampað Deildar- og Bikarmeistaratitlinum og stefna strákarnir ótrauðir á þrennuna
Lesa meira

Örfréttir KA - 16. apríl 2018

Í örfréttapakka vikunnar förum við yfir góða stöðu í blakinu, Íslandsmeistaratitla í júdó, Þór/KA er komið í úrslit Lengjubikarsins og handboltinn fer aftur af stað, endilega fylgist með gangi mála hjá KA!
Lesa meira

KA Podcastið - 13. apríl 2018

Þá er komin ný viðbót í KA flóruna og er það útvarpsspjall eða Podcast eins og flestir þekkja það sem. Við stefnum á að vera dugleg að ræða mál líðandi stundar hjá félaginu og fá leikmenn og aðra tengdu starfinu í skemmtilegt spjall
Lesa meira

KA í lykilstöðu eftir sigur í Fagralundi

Deildar- og Bikarmeistarar KA eru komnir í góða stöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir 3-1 sigur á HK í kvöld. KA vann leikinn 1-3 og leiðir því einvígið 2-0, næsti leikur verður í KA-Heimilinu á þriðjudaginn og getur með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn
Lesa meira

Annar leikur KA og HK í Kópavogi í kvöld

Einvígi KA og HK um Íslandsmeistaratitilinn í blaki heldur áfram í kvöld þegar liðin mætast í Fagralundi í Kópavogi klukkan 20:00. KA vann fyrsta leikinn í KA-Heimilinu á þriðjudaginn og leiðir því einvígið 1-0. Sigra þarf þrjá leiki til að hampa Íslandsmeistaratitlinum
Lesa meira

KA vann HK og leiðir einvígið 1-0

KA og HK mættust í kvöld í fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki. Liðin eru án nokkurs vafa bestu liðin í dag en þau mættust einnig í bikarúrslitunum og voru í efstu sætunum í deildarkeppninni, það mátti því búast við hörkuleik í KA-Heimilinu
Lesa meira

Einvígi KA og HK hefst í kvöld!

Einvígið um Íslandsmeistaratitilinn í blaki hefst í kvöld þegar Deildar- og Bikarmeistarar KA taka á móti ríkjandi Íslandsmeisturum HK. Þetta eru án vafa bestu lið landsins og verður hart barist. Ekki missa af frábæru blaki í KA-Heimilinu klukkan 20:00, áfram KA
Lesa meira

Aðalfundur Blakdeildar 16. apríl

Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu mánudaginn 16. apríl næstkomandi klukkan 18:00 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.
Lesa meira

Örfréttir KA - 9. apríl 2018

Eftir smá páskafrí þá rennum við örfréttunum aftur í gang og förum yfir það helsta úr KA starfinu að undanförnu
Lesa meira

5 fulltrúar KA í blaklandsliðinu

Íslenska landsliðið í blaki tekur þátt í undankeppni EM 2019 og er búið að velja 31 manns æfingahóp fyrir undankeppnina. KA á alls 5 leikmenn í hópnum sem er auðvitað algjörlega frábært. Þetta eru þeir Ævarr Freyr Birgisson, Alexander Arnar Þórisson, Benedikt Rúnar Valtýsson, Sigþór Helgason og Gunnar Pálmi Hannesson
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is