Hampar KA Íslandsmeistaratitlinum á þriðjudaginn?

Blak

Blaklið KA er komið í vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en KA liðið leiðir 2-0 gegn HK. KA liðið hefur nú þegar hampað Deildar- og Bikarmeistaratitlinum og stefna strákarnir ótrauðir á þrennuna.

Þriðji leikur KA og HK fer fram í KA-Heimilinu þriðjudaginn 17. apríl klukkan 20:00 og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja liðið til sigurs. Leikir liðanna hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi og ljóst að KA liðið þarf á sínum besta leik að halda til að klára einvígið.

Liðin hafa mæst 7 sinnum í vetur og hefur KA haft ágætis tak á HK enda leiðir liðið 2-0 í úrslitaeinvíginu, liðin mættust einnig í úrslitaleik Bikarkeppninnar og vann KA þar 3-1 sigur eftir hörkuleik. Þá mættust liðin fjórum sinnum í Mizunodeildinni HK vann fyrsta leikinn í Kópavogi 3-2 en KA svaraði með 1-3 sigri daginn eftir. Í lokaumferðunum vann KA svo tvo 3-0 sigra í KA-Heimilinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is