Flýtilyklar
20.03.2020
Engar æfingar í samkomubanninu
Engar æfingar verða hjá yngriflokkum KA sem og hjá öðrum félögum á meðan samkomubanni stendur á en þetta varð ljóst í dag með tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Við birtum hér yfirlýsingu ÍSÍ og hvetjum ykkur öll að sjálfsögðu til að fara áfram varlega
Lesa meira
20.03.2020
KA Deildarmeistari í blaki kvenna 2020
Stjórn BLÍ og mótanefnd sambandsins sendu í dag frá sér að keppni í Mizunodeildum karla- og kvenna í blaki sé aflýst. Lokastaða mótanna verður staðan sem var mánudaginn 16. mars og ljóst að KA er því Deildarmeistari í blaki kvenna tímabilið 2019-2020
Lesa meira
16.03.2020
Engar æfingar næstu vikuna hjá yngri flokkum
Knattspyrnufélag Akureyrar hefur ákveðið í samráði við Akureyrarbæ út frá tilkynningu frá ÍSÍ að KA-Heimilið og íþróttahús Naustaskóla verði lokað næstu vikuna. Því falla niður æfingar hjá yngri flokkum sem og allir útleigutímar á meðan. Staðan verður endurmetin í samráði við yfirvöld á ný mánudaginn 23. mars.
Lesa meira
14.03.2020
Bikarúrslitaleikir blakliða KA frá því í fyrra
Á meðan samkomubannið er í gildi munum við rifja upp nokkur góð augnablik úr sögu KA. Þið þurfið því ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki alvöru KA skammt á næstunni! Við hefjum leik á því að rifja upp bikarúrslitaleiki karla og kvenna í blaki frá því í fyrra
Lesa meira
13.03.2020
Helgarfrí hjá KA
Eftir tilkynningu frá heilbrigðisráðherra í morgun um takmarkanir á samkomum vegna Covid-19 vírussins (samkomubanns) hefur stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar tekið þá ákvörðun að fresta öllum æfingum um helgina og mun endurmeta stöðuna á mánudaginn 16. mars
Lesa meira
11.03.2020
Þjónustukönnun KA
KA er nú með veigamikla þjónustukönnun í gangi þar sem leitast er eftir svörum frá foreldrum iðkenda félagsins. Markmiðið er að við áttum okkur á styrkleikum starfs okkar sem og vanköntum svo við getum bætt í og gert starf okkar enn betra
Lesa meira
05.03.2020
KA tekur á móti Þrótti R. á laugardaginn
Baráttan heldur áfram í Mizunodeild kvenna í blaki um helgina þegar KA tekur á móti Þrótti Reykjavík klukkan 15:00 á laugardaginn. Stelpurnar eru á toppi deildarinnar og þurfa á sigri að halda til að færast skrefi nær Deildarmeistaratitlinum
Lesa meira
26.02.2020
Risabikarslagur hjá stelpunum í kvöld!
Einn stærsti leikur blaktímabilsins er í kvöld þegar toppliðin í Mizunodeild kvenna mætast í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. KA sem er á toppnum sækir Aftureldingu heim og ljóst að annað af þessum frábæru liðum missir því af bikarúrslitahelginni
Lesa meira
19.02.2020
HK sló KA úr leik í Kjörísbikarnum
Það var vægast sagt stórleikur í Fagralundi í Kópavogi í kvöld er HK tók á móti KA í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla í blaki. Þarna áttust við liðin sem hafa barist um alla titla undanfarin ár og ljóst að það lið sem myndi tapa myndi detta úr leik og þar með missa af bikarúrslitahelginni
Lesa meira
19.02.2020
Stórslagur HK og KA í bikarnum í dag
Það er heldur betur stórleikur framundan í kvöld í blakinu er KA sækir HK heim í 8-liða úrslitum Kjörísbikars karla. Þarna mætast liðin sem hafa barist um stóru titlana undanfarin ár og ljóst að liðið sem tapar leiknum í kvöld fellur úr leik og missir því af stærstu helgi hvers blaktímabils
Lesa meira