KA Deildarmeistari í blaki kvenna 2020

Blak
KA Deildarmeistari í blaki kvenna 2020
Stelpurnar voru búnar að vera frábærar í vetur

Stjórn BLÍ og mótanefnd sambandsins sendu í dag frá sér að keppni í Mizunodeildum karla- og kvenna í blaki sé aflýst. Lokastaða mótanna verður staðan sem var mánudaginn 16. mars og ljóst að KA er því Deildarmeistari í blaki kvenna tímabilið 2019-2020.

Aðeins ein umferð var eftir af deildarkeppninni en KA var á toppi deildarinnar með 38 stig. Liðið hafði unnið 13 af 14 leikjum sínum í deildinni og hafði spilað frábærlega í vetur. Þetta er annað árið í röð sem KA verður Deildarmeistari í blaki kvenna og í þriðja skiptið í sögunni. Við óskum stelpunum að sjálfsögðu til hamingju með verðskuldaðan sigur.

Úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitla karla- og kvenna er hinsvegar enn í lausu lofti en ákvörðun mun liggja fyrir eigi síðar en föstudaginn 3. apríl. Ákvörðun um úrslit Kjörísbikarkeppninnar mun einnig verða tekin á þessum tíma. Ákvörðun stjórnar BLÍ mun ávallt taka mið af ástandinu og fyrirmælum stjórnvalda með almannaheill að leiðarljósi.

Karlalið KA lýkur hinsvegar keppni í 4. sæti Mizunodeildar karla og mun mæta Þrótti Neskaupsstað nýkrýndum Deildarmeisturum í undanúrslitum úrslitakeppninnar ef hún fer fram.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is