Stórglæsilegur 0-3 sigur KA í fyrsta leik

KA gerði sér lítið fyrir og sótti frekar sannfærandi 0-3 sigur í Fagralund er KA og HK mættust í fyrsta leik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. KA er Deildar- og Bikarmeistari og næstu tveir leikir fara fram í KA-Heimilinu um helgina og með sigri í þeim leikjum geta stelpurnar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn
Lesa meira

Úrslitaeinvígi kvenna hefst í kvöld!

Úrslitaeinvígi KA og HK í blaki kvenna hefst í kvöld er liðin mætast í Fagralundi klukkan 19:30. KA liðið hefur unnið bæði Deild og Bikar á núverandi tímabili og er klárt mál að stelpurnar ætla sér þrennuna. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Kópavog í kvöld og styðja stelpurnar til sigurs
Lesa meira

HK vann fyrsta leikinn hjá körlunum

HK tók á móti KA í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. Þrátt fyrir að KA væri Deildarmeistari fór fyrsti leikur á heimavelli HK en næstu tveir leikir fara svo fram í KA-Heimilinu. Það er mikilvægt að hefja einvígið af krafti og ljóst að mikilvægi þessa fyrsta leiks var mikið
Lesa meira

Úrslitaeinvígi karla hefst í kvöld!

Úrslitaeinvígi KA og HK í blaki karla hefst í kvöld er liðin mætast í Fagralundi klukkan 19:30. KA varð þrefaldur meistari í fyrra og hefur unnið bæði Deild og Bikar á núverandi tímabili og strákarnir ætla sér að endurtaka þrennuna frá því í fyrra. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta í Kópavog í kvöld og styðja þá til sigurs
Lesa meira

Kvennalið KA kláraði einvígið við Völsung

KA sótti Völsung heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna í kvöld. Stelpurnar höfðu unnið fyrsta leikinn í oddahrinu eftir svakalega baráttu og mátti því búast við krefjandi leik á Húsavík
Lesa meira

Tryggja stelpurnar sér sæti í úrslitunum?

KA sækir Völsung heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna. Stelpurnar unnu fyrsta leikinn og fara áfram í úrslit með sigri í kvöld á sama tíma og lið Völsungs hyggst tryggja sér oddaleik í KA-Heimilinu
Lesa meira

Strákarnir slógu út Álftanes 2-0

KA sótti Álftanes heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. Strákarnir höfðu unnið sannfærandi 3-0 sigur í fyrri leik liðanna og gátu með sigri tryggt sér sæti í úrslitum en Álftnesingar urðu að vinna til að knýja fram oddaleik
Lesa meira

Annar leikur Álftanes og KA í kvöld

KA sækir Álftanes heim í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki karla. KA vann fyrri leik liðanna ansi sannfærandi 3-0 í KA-Heimilinu á laugardaginn og leiðir því einvígið 1-0. KA er nú þegar búið að vinna sigur í Deildarkeppninni sem og Bikarkeppninni og ekki spurning að liðið ætlar sér þrennuna annað árið í röð
Lesa meira

Aðalfundir deilda 8. og 9. apríl

Aðalfundir blak-, júdó-, handknatleiks- og spaðadeildar KA verða haldnir í KA-Heimilinu 8. og 9. apríl næstkomandi. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem áhuga hafa til að mæta og taka virkan þátt í starfinu. Fundirnir eru eftirfarandi
Lesa meira

Úrslitakeppnin í blaki hefst um helgina

Það er skammt stórra högga á milli í blakinu um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið KA tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn um síðustu helgi og sjálf úrslitakeppnin hefst um þessa helgi. Karlalið KA mun ríða á vaðið á laugardeginum og kvennaliðið mun leika á sunnudeginum
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is