Flýtilyklar
10.01.2021
Gígja og Brynjar íþróttafólk KA árið 2020
Á 93 ára afmælisfögnuði KA var árið gert upp og þeir einstaklingar sem stóðu uppúr verðlaunaðir. Þar ber hæst kjör á íþróttakarli og íþróttakonu KA á árinu. Deildir félagsins tilnefndu karl og konu úr sínum röðum en knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason var valinn íþróttakarl ársins og blakkonan Gígja Guðnadóttir valin íþróttakona ársins
Lesa meira
10.01.2021
Rafrænn 93 ára afmælisfögnuður KA
Knattspyrnufélag Akureyrar heldur upp á 93 ára afmæli sitt að þessu sinni með sjónvarpsþætti vegna Covid 19 stöðunnar. Í þættinum er íþróttakarl og íþróttakona ársins hjá félaginu kjörin auk þjálfara og liðs ársins. Böggubikarinn er að sjálfsögðu á sínum stað og Ingvar Már Gíslason formaður flytur ávarp sitt
Lesa meira
24.12.2020
KA óskar ykkur gleðilegra jóla!
Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir frábæran stuðning sem og alla þá ómetanlegu sjálfboðavinnu sem unnin var fyrir félagið á árinu sem nú er að líða
Lesa meira
16.12.2020
Tilnefningar til íþróttafólks KA árið 2020
Nú þegar árið 2020 líður senn undir lok er komið að því að gera þetta óhefðbundna íþróttaár upp. Fyrr á árinu voru gerðar breytingar á útnefningu íþróttamanns KA og verður nú í fyrsta skiptið valinn íþróttakarl og íþróttakona félagsins
Lesa meira
16.12.2020
Tilnefningar til Böggubikarsins, þjálfara og liða ársins
Böggubikarinn verður afhendur í sjöunda skiptið á 93 ára afmæli KA í janúar. Alls eru sjö ungir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2020. Þá verður í fyrsta skiptið valinn þjálfari og lið ársins hjá félaginu og eru 6 lið og 8 þjálfarar tilnefndir til verðlaunanna
Lesa meira
17.11.2020
Æfingar yngriflokka hefjast á morgun
Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, hefjast æfingar yngriflokka á ný eftir Covid pásu. Börn og unglingar á grunnskólaaldri (1. til 10. bekkur) geta nú öll farið að æfa aftur og hvetjum við okkar frábæru iðkendur eindregið til að koma sér strax aftur í gírinn eftir pásuna undanfarnar vikur
Lesa meira
28.10.2020
André Collin tekur við stjórn karlaliðs KA
Filip Pawel Szewczyk hefur af persónulegum ástæðum ákveðið að taka sér frí frá þjálfun meistaraflokks karla og mun einbeita sér í kjölfarið að því að spila. Hann mun áfram koma að þjálfun yngri flokka félagsins
Lesa meira
30.09.2020
Fyrsti heimaleikur strákanna er í kvöld
KA tekur á móti Hamar Hveragerði í stórleik í Mizunodeild karla í blaki klukkan 20:15 í KA-Heimilinu í kvöld. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur og má búast við hörkuleik en KA liðið tryggði sér á dögunum sigur í Ofurbikarnum og er þetta fyrsti leikur liðsins í deildinni í vetur
Lesa meira
24.09.2020
Myndaveisla frá hörkuleik KA og HK
KA og HK mættust í hörkuleik í KA-Heimilinu í gærkvöldi í 2. umferð Mizunodeildar kvenna í blaki. Þarna mættust liðin sem hafa barist um titlana undanfarin ár og stóð leikurinn heldur betur undir nafni sem stórleikur
Lesa meira
22.09.2020
101 miði í boði á KA - HK í blakinu
KA tekur á móti HK í annarri umferð Mizunodeildar kvenna í blaki í KA-Heimilinu á miðvikudaginn klukkan 20:00. Liðin hafa barist um helstu titlana undanfarin ár og má búast við svakalegum leik en KA liðið er með eitt stig eftir fyrsta leik vetrarins þar sem liðið tapaði í oddahrinu gegn Aftureldingu
Lesa meira