Júdóæfingar falla niður

Sæl verið þið ágæta júdófólk og forráðamenn. Vegna þess ástands sem ríkir í nærumhverfi okkar og hertra reglna sem taka eiga gildi nú um miðnætti höfum við tekið þá ákvörðun að fella niður allar æfingar frá og með deginum í dag (föstudag 30. október) þar til annað verður ákveðið.
Lesa meira

Orðsending vegna júdóæfinga næstu daga

Mikilvægasta vörnin gegn COVID-19 í tengslum við æfingar er að farið sé eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda eins og nokkur kostur er. Heimilt er að stunda keppnisíþróttir og við stefnum því á að halda úti júdóæfingum eins og kostur er. Undanþága frá 1 metra reglu fyrir iðkendur og þjálfara gildir aðeins á æfingasvæðinu, ekki utan þess.
Lesa meira

Júdóæfingar hefjast á mánudag

Júdóæfingar hefjast næst komandi mánudag. Í boði eru æfingar frá 6-100 ára. Þjálfarar okkar verða þau Gunnar Örn Arnórssonog Berenika Bernat.
Lesa meira

Júdóæfingar fyrir 11-100 ára hefjast á mánudag

Á morgun, mánudaginn 8. júní hefjast júdóæfingar. Æfingarnar verða með fremur óhefðbundnu sniði en aðeins einn aldursflokkur verður. Æfingar verða fyrir 11 ára (á árinu) og eldri þrisvar í viku. Æfingar verða á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 17:15-18:30. Æfingar verða fríar í sumar en eingöngu fyrir þá sem hafa æft áður og kunna eitthvað í júdó.
Lesa meira

Adam Brands hættir júdóþjálfun

Adam Brands Þórarinsson hefur nú ákveðið að hætta þjálfun. Adam hefur verið burðarás júdóíþróttarinnar á Akureyri í fjölmörg ár og þjálfað upp fjölmarga frábæra júdóiðkendur.
Lesa meira

Aðalfundur KA er á fimmtudaginn

Við minnum félagsmenn á að aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn á fimmtudaginn klukkan 18:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Auk þess eru aðalfundir Handknattleiks-, Blak-, Júdó- og Spaðadeildar á miðvikudag og fimmtudag
Lesa meira

KA-Heimilinu og öðrum íþróttamannvirkjum lokað

Öllum íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar verður lokað á meðan samkomubann er í gildi að að frátöldum sundlaugum. Fyrr í dag kom tilkynning frá ÍSÍ um að æfingar yngriflokka falli niður á meðan samkomubannið er í gildi en nú er ljóst að KA-Heimilinu verður einfaldlega lokað
Lesa meira

Engar æfingar í samkomubanninu

Engar æfingar verða hjá yngriflokkum KA sem og hjá öðrum félögum á meðan samkomubanni stendur á en þetta varð ljóst í dag með tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Við birtum hér yfirlýsingu ÍSÍ og hvetjum ykkur öll að sjálfsögðu til að fara áfram varlega
Lesa meira

Engar æfingar næstu vikuna hjá yngri flokkum

Knattspyrnufélag Akureyrar hefur ákveðið í samráði við Akureyrarbæ út frá tilkynningu frá ÍSÍ að KA-Heimilið og íþróttahús Naustaskóla verði lokað næstu vikuna. Því falla niður æfingar hjá yngri flokkum sem og allir útleigutímar á meðan. Staðan verður endurmetin í samráði við yfirvöld á ný mánudaginn 23. mars.
Lesa meira

Helgarfrí hjá KA

Eftir tilkynningu frá heilbrigðisráðherra í morgun um takmarkanir á samkomum vegna Covid-19 vírussins (samkomubanns) hefur stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar tekið þá ákvörðun að fresta öllum æfingum um helgina og mun endurmeta stöðuna á mánudaginn 16. mars
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is