Flýtilyklar
27.04.2009
Íslandsmót fullorðinna í júdó, enn einn titill hjá Helgu.
Íslandsmót fullorðinna í júdófór fram
í Reykjavík um helgina. KA átti 10 keppendur á mótinu. Bestum árangri náði Helga Hansdóttir, en hún varð
Íslandsmeistari í -57kg. flokki kvenna. Frammistaða KA á mótinu var eftirfarandi:
Lesa meira
09.04.2009
Páskaæfingar
Næstu daga verða æfingar á öðrum tímum en venjulega. Í dag (Skírdag) og á föstudaginn langa eru júdóæfingar kl.
12:00. Við hvetjum alla til að mæta.
Lesa meira
Hér koma nokkrar myndir frá júdóæfingu í gær.
06.04.2009
KA áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ
Sveit KA komst örugglega áfram í 3. umferð á Bikarmóti JSÍ.
Bikarmót JSÍ fer þannig fram í 4 umferðum. Í hverrii umferð falla neðstu sveitirnar út en hinar halda áfram í næstu
umferð. Nú eru 2 umferðir að baki og er KA ein 6 sveita sem keppa mun í 3. umferð sem fram fer í haust.
Myndin hér að neðan er tekin úr viðureign KA við ÍR. KA-maðurinn Agnar Ari Böðvarsson kastar andstæðing sínum glæsilega aftur fyrir sig á bragði sem heitir Ura-nage. Agnar er sá sem á myndinni sem enn er með jarðtengingu.
Lesa meira
Myndin hér að neðan er tekin úr viðureign KA við ÍR. KA-maðurinn Agnar Ari Böðvarsson kastar andstæðing sínum glæsilega aftur fyrir sig á bragði sem heitir Ura-nage. Agnar er sá sem á myndinni sem enn er með jarðtengingu.
06.04.2009
Frábært hjá Helgu á Vormóti JSÍ
Feðginin Helga Hansdóttir og Hans Rúnar Snorrason kepptu á Vormóti JSÍ sem fram fór í Reykjavík nú umhelgina.
Lesa meira
19.03.2009
Íslandsmót U20
Yngri flokkar KA gerðu góða ferð suður um helgina.
Skafti Þór Hannesson KA vann öruggann sigur í -38 kg flokki í aldurshópi 11-12 ára. Skafti er mjög efnilegur judomaður og á örugglega eftir að láta mikið af sér kveða í framtíðinni. Flestar glímur Skafta tóku aðeins örfáar sekúndur og unnust á Ippon. Baldur Bergsveinsson KA vann einnig brons í þessum flokki.
Lesa meira
Skafti Þór Hannesson KA vann öruggann sigur í -38 kg flokki í aldurshópi 11-12 ára. Skafti er mjög efnilegur judomaður og á örugglega eftir að láta mikið af sér kveða í framtíðinni. Flestar glímur Skafta tóku aðeins örfáar sekúndur og unnust á Ippon. Baldur Bergsveinsson KA vann einnig brons í þessum flokki.
09.02.2009
Bikarkeppni fullorðinna.
Bikarkeppni fullorðinna, 1. umferð af 4, verður haldin í Reykjavík 28. febrúar n.k. Við þurfum að tilkynna lið í síðasta
lagi 12. febrúar 2009. Þeir sem vilja taka þátt þurfa því að gera ráðstafanir til þess að eiga frí 28.
febrúar.
Lesa meira
25.01.2009
Helga bætti við öðru gulli á Afmælimóti Júdósambandsins.
Helga Hansdóttir, sem vann sigur í fullorðinsflokki í gær, keppti í dag í sínum aldursflokki sem er 15-16 ára. Helga vann
yfirburðasigur og kom því heim með tvenn gullverðlaun frá mótinu. Faðir Helgu, Hans Rúnar Snorrason, kom heim með tvenn bronsverðlaun
svo óhætt er að segja að Helga hafi verið föðurbetrungur :).
Lesa meira
25.01.2009
Frábært hjá Helgu og Hans á Afmælismóti Júdósambandsins.
Hans Rúnar Snorrason og Helga Hansdóttir kepptu á Afmælismót Júdósambandsins sem fram fór í Reykjavík í
gær.
Lesa meira
12.01.2009
Æfingagjöld felld niður í júdó
Vegna rausnarlegs styrks Samherja svo og stuðnings velunnara júdódeildar KA þá eru æfingagjöld í júdó felld niður og er því frítt að æfa. Júdódeild KA þakkar heilshugar þessum aðilum stuðninginn.
Um þessar myndir æfa eru um 100 iðkendur í júdó. Við getum hæglega tekið við mun fleiri og bjóðum við því alla velkomna.
Nú í vetur hefur verið talsvert um það að þeir sem æfðu júdó á unga aldri en hættu hafa snúið til baka. Við skorum á fleiri að gera slíkt hið sama, við lofum að vera mjúkhentir við alla þá sem snúa til baka.
01.01.2009
Jólamót 15-45 ára í júdó.
29. desember fór fram
jólamót júdódeildar KA í elsta aldursflokknum. Keppendur voru á aldrinum 15-45 ára. Keppt var í tveimur flokkum karla, undir og
yfir 80 kg, og einum flokki kvenna. Um hörkumót var að ræða og er óhætt að segja að elstu þátttakendur hafi þurft að
innbyrða slatta af verkjastillandi og bólgueyðandi lyfjum dagana eftir mótið. Gömul júdókempa, Bjarni Steindórsson, tók myndir
á mótinu og er hægt að skoða þær hér.
Annars gekk mótið fyrir sig með eftirfarandi hætti:
Lesa meira
Annars gekk mótið fyrir sig með eftirfarandi hætti: