Flýtilyklar
24.12.2008
Gleðileg jól!
Júdódeild KA vill óska landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira
21.12.2008
Jólamót
Hið árlega Jólamót var haldið í KA heimilinu um helgina. Keppendur voru 35 talsins og á aldrinum 5-13 ára. Áhorfendur voru fjölmargir og
fylltu salinn.
Fyrsta æfing eftir áramót er 5. janúar.
Hilmar Trausti Harðarson
Lesa meira
Fyrsta æfing eftir áramót er 5. janúar.
Hilmar Trausti Harðarson
16.12.2008
Tilkynning frá Ármenningum
Eftirfarandi tilkynning barst frá Yoshihiko Iura.
1. Dagur: 29 (mán)-30(þri).des.2008
2. Tími: 18:30-20:00
3. Staðurinn: Salurinn “Skellur” í Judodeildinni, kjallari í Laugaból, Laugardalnum
4. Æfing: Aðallega Randori æfing
Allir aldursflokkar (Meistarar, Unglingar og Öldungar) karla og kvenna með allar gráður, 15 ára og eldri, eru velkomnir.
11.12.2008
Hans Rúnar kominn með svart belti í júdó.
Þann 5. desember s.l.
tók Hans Rúnar Snorrason gráðun 1. dan, eða svart belti. Það sem merkilegt er við þessa gráðun að upphaflega stóð til
að Hans tæki þetta próf fyrir tæpum 20 árum síðan. En þar sem að Hans var upptekinn við það að eignast 4 börn og
læra til kennara þá frestaðist prófið "aðeins". En betra er seint en aldrei.
Lesa meira
23.11.2008
Myndir frá Kyu móti
Henti inn nokkrum myndum til viðbótar frá mótinu. Þakka
keppendum fyrir komuna og skemmtilegar glímur. Myndir
Lesa meira
22.11.2008
Úrslit og myndir frá kyu-mótinu í júdó
Kyu-mótið sem fram fór í júdósalnum í dag tókst mjög vel. Félögin sem þátt tóku í mótinu voru KA, JR, ÍR, Ármann, UMFS, UMFG og Samherjar. Fjöldi keppenda var 60 talsins.
Í tengslum við mótið fór fram dómaranámskeið og að því loknu hefur júdódómurum á Akureyri fjölgað um 400%.
Steinar Ólafsson ljósmyndari og gamalreyndur júdókappi tók mikið af fínum myndum á mótinu og er hægt að sjá þær á þessari slóð:
http://123.is/steinaro
Um sigurvegara í einstökum flokkum er hægt að lesa hér að neðan.
21.11.2008
Kyu-mót í júdó á Akureyri 22. nóvember 2008
Svokallað kyu-mót fer fram í júdósalnum í KA-heimilinu laugardaginn 22. nóvember n.k. Á kyu-mótum mega aðeins keppa þeir
sem eru með lægri gráðu (belti) en 1. kyu (brúnt belti).
Keppendur á mótinu verða rúmlega 60 og koma frá öllum félögum á landinu.
Mótið hefst kl. 10:00.
Lesa meira
Keppendur á mótinu verða rúmlega 60 og koma frá öllum félögum á landinu.
Mótið hefst kl. 10:00.
14.11.2008
Judo: Bjarni Evrópumeistari öldunga
Eftirfarandi frétt birtist á vef ruv.is.
Við hjá Júdódeild KA óskum Bjarna Friðriks, Kára og Halldóri til hamingju með þennan góða árangur þeirra.
Lesa meira
Judo: Bjarni Evrópumeistari öldungaBjarni Friðriksson judokappi varð í gærkvöld Evrópumeistari judomanna 50 ára og eldri, þegar hann sigraði í sínum flokki á Evrópumóti öldunga í Prag í Tékklandi. Hann llagði Rússa í úrslitaviðureign. Bjarni vann bronsverpðlaun á ÓL í Los Angeles árið 1984. Kári Jakobsson varð í 3. sæti í sínum þyngdarflokki í flokki 60 ára og eldri og Halldór Guðbjörnsson varð í 5. sæti í sínum þyngdarflokki sextugra og eldri. |
Við hjá Júdódeild KA óskum Bjarna Friðriks, Kára og Halldóri til hamingju með þennan góða árangur þeirra.
27.10.2008
Ingþór góður á Íslandsmóti í BJJ
Ingþór Örn Valdimarsson, sem er nýjasti júdóþjálfarinn hjá KA, stóð sig vel á fyrsta Íslandsmótinu í
Brasilísku Jiu-jitsu (BJJ) sem fram fór um helgina í Reykjavík.
Lesa meira
04.09.2008
Greiðslur æfingargjalda
Æfingargjöld leggjast inn á reikning 302-26-50530. Kennitala: 561089-2569. Taka verður fram nafn
barns og kennitölu.
Verðskrá má finna með æfingartöflunni hér til hliðar. Æskilegt er að greitt sé fyrir tímabilið fram að áramótum í heild sinni. ( 4 mán ).
Systkinaafsláttur er 50% og frítt fyrir þriðja barn.
K. Hilmar Trausti
Lesa meira
Verðskrá má finna með æfingartöflunni hér til hliðar. Æskilegt er að greitt sé fyrir tímabilið fram að áramótum í heild sinni. ( 4 mán ).
Systkinaafsláttur er 50% og frítt fyrir þriðja barn.
K. Hilmar Trausti