Þakkarkveðja frá forseta Íslands

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti á leik KA og Stjörnunnar í Olísdeild karla í handboltanum á dögunum. Ingvar Már Gíslason formaður KA sá um að taka á móti Guðna og fór vel á með þeim í stúkunni á spennuleiknum sem KA vann að lokum 25-24
Lesa meira

Félagsfundur 8. mars kl. 20:00

Aðalstjórn KA boðar til félagsfundar þriðjudaginn 8. mars klukkan 20:00 í félagsheimili KA-Heimilisins. Aðalstjórn félagsins hefur samþykkt að mæla með og leggja fyrir félagsmenn stofnun lyftingadeildar innan KA. Í samræmi við lög félagsins eru félagar í KA því boðaðir á félagsfund 8. mars næstkomandi þar sem tillagan verður kynnt og lögð fyrir
Lesa meira

Brynjar Ingi íþróttakarl Akureyrar 2021

Íþróttabandalag Akureyrar stóð fyrir glæsilegu hófi í kvöld þar sem íþróttakarl og íþróttakona Akureyrar fyrir árið 2021 voru valin. Alls áttu KA, KA/Þór og Þór/KA sjö fulltrúa í kjörinu og var Brynjar Ingi Bjarnason knattspyrnumaður kjörinn íþróttakarl Akureyrar
Lesa meira

Íþróttafólk Akureyrar valið á morgun

Íþróttabandalag Akureyrar stendur fyrir vali á íþróttakarli og íþróttakonu Akureyrar fyrir árið 2021 sem fer fram á morgun, fimmtudag. Vegna covid aðstæðna verður athöfnin lágstemmd og fámenn líkt og í fyrra en þetta er í 43. sinn sem framúrskarandi íþróttafólk Akureyrar er heiðrað
Lesa meira

Stórafmæli í febrúar

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í febrúar innilega til hamingju.
Lesa meira

Brynjar Ingi og Rut íþróttafólk KA 2021

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnaði 94 ára afmæli sínu með afmælisþætti sem birtur var á miðlum félagsins í gær. Þar var farið yfir nýliðið ár sem var heldur betur blómlegt hjá öllum deildum félagsins og var því mikil spenna er við heiðruðum þá einstaklinga og lið sem stóðu uppúr á árinu
Lesa meira

Skarphéðinn og Iðunn hlutu Böggubikarinn

Á 94 ára afmælisfögnuði KA var Böggubikarinn afhentur í áttunda sinn auk þess sem að lið og þjálfari ársins voru valin í annað skiptið. Það er mikil gróska í starfi allra deilda KA um þessar mundir og voru sjö iðkendur tilnefndir til Böggubikarsins, 7 þjálfarar til þjálfara ársins og 5 lið tilnefnd til liðs ársins
Lesa meira

94 ára afmælisfögnuður KA

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar nú 94 ára afmæli sínu en annað árið í röð förum við þá leið að halda upp á afmæli félagsins með sjónvarpsþætti vegna Covid stöðunnar. Árið 2021 var heldur betur blómlegt hjá okkur í KA og gaman að rifja upp þá stóru sigra sem unnust á árinu
Lesa meira

KA fagnar 94 ára afmæli sínu í dag

KA fagnar í dag 94 ára afmæli sínu og munum við halda upp á tímamótin með glæsilegum afmælisþætti á KA-TV sem birtur verður kl. 15:30 á morgun, sunnudag. Hægt verður að nálgast þáttinn hér á heimasíðunni sem og á YouTube rás KA-TV
Lesa meira

Stórafmæli í janúar

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is