Lokahóf knattspyrnudeildar 2019
Knattspyrnudeild KA hélt lokahóf sitt á Greifanum þann 28. september 2019 og fagnaði þar góðu gengi sumarsins. KA liðið endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sem er besti árangur KA frá árinu 2002. Elfar Árni Aðalsteinsson var valinn besti leikmaður KA af leikmönnum og þjálfurum og einnig hjá Schiöthurum og Vinum Móða.
Aron Dagur Birnuson var valinn efnilegasti leikmaður KA og þá var Hallgrímur Mar Steingrímsson verðlaunaður fyrir að vera markahæsti leikmaður KA yfir sumarið.