Föstudagsframsagan 30. nóv. 2018
Það ríkti mikil gleði á föstudagsframsögu KA þann 30. nóvember 2018 þegar knattspyrnudeild tilkynnti um komu Almarrs Ormarssonar, Hauks Heiðars Haukssonar, Andra Fannars Stefánssonar og Alexanders Groven. Þá framlengdi Callum Williams samningi sínum við félagið að auki.
Tómas Þór Þórðarson hélt svo ansi skemmtilega tölu sem sló í gegn á meðan gestir gæddu sér á úrvalsgrillkjöti. Myndirnar tók Þórir Tryggvason.