Fótbolti

Thumbnail
  • Þorvaldur Örlygsson, ógleymanlegt mark af 40 metrum
  • Þorvaldur Örlygsson skoraði ótrúlegt mark á Akureyrarvelli þann 30. júní 2002 þegar KA vann öruggan 4-1 sigur á Keflvíkingum. Markið kom á 6. mínútu leiksins þegar Þorvaldur tæklaði Georg Birgisson og sveif boltinn af 40 metra færi yfir Ómar Jóhannsson í marki Keflavíkur.

    Fyrr hafði Hreinn Hringsson komið KA á bragðið með marki á 4. mínútu leiksins. Adolf Sveinsson minnkaði muninn í 2-1 með marki á 13. mínútu en Þorvaldur Makan Sigbjörnsson jók muninn aftur í tvö mörk með laglegu marki á 41. mínútu. Hreinn Hringsson innsiglaði svo gulan og bláan sigur með marki á 65. mínútu og lokatölur 4-1.

Thumbnail
  • KA - Fylkir 2-3, Coca-Cola Bikarinn 2002 undanúrslit
  • KA og Fylkir mættust í undanúrslitum Coca-Cola bikars KSÍ sumarið 2002 en liðin höfðu mæst í úrslitaleik keppninnar sumarið áður þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Finnur Kolbeinsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Fylkismenn sem fengu síðan ansi ódýra vítaspyrnu sem Sævar Þór Gíslason skoraði úr. Sævar skoraði síðan öðru sinni fyrir hálfleik og staðan því 0-3 fyrir Fylki í hálfleik.

    En KA menn hafa ekki verið þekktir fyrir að gefast upp og Hreinn Hringsson minnkaði muninn í 1-3 með marki á 72. mínútu. Þorvaldur Makan Sigbjörnsson skoraði svo laglegt mark á 88. mínútu og minnkaði muninn í 2-3. En lengra komust KA menn ekki og lokatölur því 2-3.

Thumbnail
  • Ævar Ingi: Þessi hópur er bara frábær
Thumbnail
  • Hrannar er klár í slaginn!
Thumbnail
  • Bjarni Jóhannsson ræðir um komandi sumar
Thumbnail
  • FH - KA 0-3, Coca-Cola Bikarinn 2001
  • 1. deildarlið KA mætti sterku liði FH í undanúrslitum Coca-Cola Bikarsins sumarið 2001. Flestir reiknuðu með sigri FH en með magnaðri spilamennsku fór KA með öruggan sigur af hólmi. Hreinn Hringsson kom KA yfir í fyrri hálfleik áður en Ívar Bjarklind og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson bættu við mörkum í síðari hálfleik.

Thumbnail
  • Áfram KA Menn - Karl Örvarsson
  • Útgáfa Karls Örvarssonar af laginu Áfram KA Menn, knattspyrnulagi KA. Þessi útgáfa var gerð sumarið 1989 sem er einmitt sumarið sem KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu. Lagið var frumflutt á Akureyrarvelli á leik KA og Vals þar sem um 2.000 áhorfendur voru mættir! Lagið er samið af Bjarna Hafþóri Helgasyni

Thumbnail
  • Áfram KA menn - Eyþór Ingi Gunnlaugsson
  • Endurgerð af stuðningsmannalagi KA frá 1989 sem Bjarni Hafþór Helgason samdi.

    Að endurgerðinni stóðu fjöldi fyrirtækja og einstaklinga.

    Myndband: Jóhann Már Kristinsson
    Söngur: Eyþór Ingi Gunnlaugsson
    Upptökustjóri: Þórður Gunnar Þorvaldsson

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is