Flýtilyklar
Fótbolti

- KA fótboltasumarið 2019
KA náði sínum besta árangri frá árinu 2002 þegar liðið endaði í 5. sæti Pepsi Max deildarinnar sumarið 2019. Hér má sjá öll mörk liðsins í deild og bikar þetta sumarið en Hallgrímur Mar Steingrímsson var markahæsti leikmaður liðsins með 14 mörk og Elfar Árni Aðalsteinsson gerði 13.

- KA fótboltasumarið 2018
KA festi sig í sessi sem Pepsideildar lið er liðið endaði í 7. sæti deildarinnar sumarið 2018. Þetta var annað tímabil félagsins í efstu deild eftir að hafa áður leikið 12 ár í næst efstu deild. Hér má sjá öll mörk liðsins í deild og bikar þetta sumarið en Ásgeir Sigurgeirsson var markahæsti leikmaður liðsins með 10 mörk. Myndefni: Stöð 2 Sport Klipping: Ágúst Stefánsson Tónlist: Move Along - All American Rejects

- Þór - KA 0-3 (24. september 2016), mörkin
KA mætti á Þórsvöll í lokaumferð Inkasso deildarinnar þann 24. september 2016. Fyrir leikinn hafði KA tryggt sér sigur í deildinni en Þórsarar höfðu misst af tækifærinu á að komast í deild þeirra bestu, það var því aðeins bæjarstoltið undir í leiknum.
Strax frá upphafi voru KA-menn betri aðilinn hvort sem það var á vellinum eða í stúkunni og strax á 4. mínútu skoraði Almarr Ormarsson fyrsta markið fyrir KA. Skömmu síðar eða á 11. mínútu tvöfaldaði Juraj Grizelj forystuna í 2-0 með laglegu marki.
Það var svo bara tímaspursmál hvenær þriðja markið myndi koma og það kom loksins á 86. mínútu þegar Bjarki Þór Viðarsson kom boltanum í netið og öruggur 0-3 sigur staðreynd annað árið í röð á Þórsvelli!
Leikurinn var sýndur beint á Stöð 2 Sport í lýsingu Henry Birgis Gunnarssonar.

- KA - Leiknir F. 4-0 (11. ágúst 2016), mörkin
KA vann magnaðan 4-0 sigur á Leikni frá Fáskrúðsfirði á Akureyrarvelli þann 11. ágúst 2016 í 15. umferð Inkasso deildarinnar.
1 – 0 Aleksandar Trninic (’45) Stoðsending: Elfar
2 – 0 Elfar Árni Aðalsteinsson (’59) Stoðsending: Juraj
3 – 0 Aleksandar Trninic (’71) Stoðsending: Grímsi
4 – 0 Ólafur Aron Pétursson (’91) Stoðsending: Bjarki

- KA - Þór 1-0 (16. júlí 2016)
KA tók á móti nágrönnum sínum í Þór í 11. umferð Inkasso deildarinnar á Akureyrarvelli þann 16. júlí 2016. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eina mark leiksins þegar hann skallaði fyrirgjöf frá Hallgrími Mar Steingrímssyni í netið á 51. mínútu leiksins.
Með sigrinum kom KA sér í enn betri stöðu á toppi deildarinnar og er með 5 stiga forskot þegar deildin er hálfnuð.

- KA - Huginn 2-1 (21. maí 2016), mörkin
KA tók á móti Huginn í 3. umferð Inkasso deildarinnar í knattspyrnu á KA-vellinum þann 21. maí 2016. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá kom Elfar Árni Aðalsteinsson KA yfir með marki á 49. mínútu og Juraj Grizelj tvöfaldaði forystuna með marki tuttugu mínútum síðar. Friðjón Gunnlaugsson minnkaði muninn undir lokin en nær komust gestirnir ekki og KA vann 2-1.
Leikurinn var sýndur beint á KA-TV og má sjá mörkin hér en Siguróli Magni Sigurðsson og Egill Ármann Kristinsson lýstu leiknum.

- Haukar - KA 4-1 (14. maí 2016), mörkin
Haukar tóku á móti KA á Ásvöllum þann 14. maí 2016 í annarri umferð Inkasso deildarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Arnar Aðalgeirsson heimamönnum yfir á 63. mínútu og áfram héldu Haukar að skora en Elton Renato Livramento Barros skoraði úr víti á 65. mínútu og Haukur Ásberg Hilmarsson kom liðinu í 3-0 á 70. mínútu. Juraj Grizelj lagaði stöðuna fyrir KA á 75. mínútu en Arnar Aðalgeirsson var ekki lengi að svara fyrir það mark og lokatölur 4-1.
Mörkin fengin úr útsendingu Stöð 2 Sport frá leiknum.

- KA - Tindastóll 2-1 (10. maí 2016), mörkin
KA tók á móti Tindastól í Borgunarbikar karla á KA-velli þann 10. maí 2016. Gestirnir frá Sauðárkrók komust yfir á 64. mínútu með marki frá Ragnari Þóri Gunnarssyni en Orri Gústafsson jafnaði strax metin fyrir KA eftir stoðsendingu frá Baldvin Ólafssyni.
Staðan var enn jöfn 1-1 þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja og þar gerði Almarr Ormarsson sigurmarkið í síðari hálfleik framlengingarinnar eftir stoðsendingu frá Ívari Erni Árnasyni og KA því komið í 32-liða úrslit keppninnar