Valdís og Jóna í eldlínunni með landsliðinu

Blak
Valdís og Jóna í eldlínunni með landsliðinu
Valdís og Jóna standa fyrir sínu

Kvennalandslið Íslands í blaki stendur í ströngu þessa dagana en liðið leikur í undankeppni EM þar sem Ísland er í riðli með Tékklandi, Svartfjallalandi og Finnlandi. KA á tvo fulltrúa í landsliðshópnum en það eru þær Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir.

Framundan er heimaleikur gegn Finnum í dag en leikurinn hefst klukkan 15:00 í Digranesi og verður í beinni útsendingu á RÚV 2 fyrir þá sem ekki komast í Kópavoginn.

Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska liðinu en stelpurnar fengu til að mynda matareitrun sem herjaði á nær allan hópinn og gerði eðlilega krefjandi verkefni enn erfiðara. Stelpurnar gáfust þó að sjálfsögðu ekki upp og eiga mikið hrós skilið fyrir sína framgöngu undir þessum kringumstæðum en stelpurnar kláruðu alla útileiki sína í riðlinum á einu bretti.

Eins og fyrr segir er leikur gegn Finnum í dag og í kjölfarið fylgja svo heimaleikir gegn Svartfellingum og Tékkum en leikirnir fara fram á miðvikudag og sunnudag.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is