Flýtilyklar
Umfjöllun: HK - KA
16.08.2010
Fótbolti
Það viðraði mjög vel til þess að spila fótbolta sl. föstudagskvöld þegar HK tók á móti okkar mönnum, logn rigning og
mjög góður völlur var það sem blasti við og manni varð hugsað til orða Gunnars Birgissonar þegar hann sagði „Það er gott
að búa í Kópavogi"
Byrjunarlið okkar var svona:
Sandor, Haukur H, Jan, Haukur Hinrikss, Maggi Blö, Túfa, Deano, Stubbs , Steinn, Andri, Disztl.
Leikurinn fór rólega afstað HK kannski aðeins meira með boltan en við létum líka af okkur vita. Barátta og vilji var mikill í KA liðinu og það fór ekki á milli mála að menn voru tilbúnir í þann slag sem fyrir höndum var. Strax á 6 mín náum við hraðaupphlaupi að marki HK, vel útfærð sókn það sem boltinn gekk vel á mili manna, endaði með mjög góðu skoti Stubbs en boltinn smaug framhjá markvinklinum, aðeins innar og við hefðum séð eitt flottasta mark sumarsins! Skömmu síðar átti Andri Fannar frábært skot að marki aftur eftir snögga og mjög góða sókn okkar en markvörður HK gerði mjög vel og varði. Markið hreinlega lá í loftinu og það kom loks á 16. mín þegar David Disztl skallaði fyrirgjöf Andra frá hægri í markið. Góður markvörður HK hafði hendurnar í boltanum en skalli Davids var of kraftmikill og strákarnir komnir með mjög verðskuldaða forustu.
Skömmu síðar skapaðist mikil hætti við mark heimamanna þegar David Disztl var innan við hársbreidd að ná að renna sér í boltan á fjærstöng eftir góða aukaspyrnu Andra frá hægri. Deano meiddist og varð að yfirgefa völlinn á 19. mín í hans stað kom Davíð Bjarnason
HK sótti nokkuð en þeir voru í raun ekki að skapa sér mikið í fyrri hálfleik og þrátt fyrir stress á stuðningsmönnum KA í stúku voru okkar menn með hlutina á hreinu inná vellinum. Við sóttum hratt á HK þegar þeir töpuðu boltanum og vissulega voru þeir í miklum vandræðum með okkur í fyrri hálfleik. Barátta og vilji okkar manna var frábær, boltinn gekk vel og auðveldlega á milli manna og í raun má kannski segja að þessi hálfeikur sé með því besta sem ég hef séð til liðsins í sumar. Allir leikmenn liðsins voru virkir, allir með á fullu.
Staðan eftir mjög góðan fyrri hálfleik HK 0 - KA 1 en hefði svo auðveldlega geta verið HK 0 - KA 3 eða 4!
Seinni hálfleikur var kannski ekki eins vel leikinn af okkar hálfu, þ.e ekki sami flotti fótboltinn en menn bættu það upp með gríðarlegri baráttu, vilja, og seiglu, ákveðni. Strákarnir ætluðum EKKI að tapa. Þannig má kannski segja að liðið fórnaði hugsanlega aðeins gæðum fyrir baráttu (barátta er reyndar líka tákn um gæði). Það er líka mikið styrkleikamerki að geta sett hælana í brekkuna þegar þess þarf og við vorum á erfiðum útivelli að verja okkar forskot.
Sandor var frábær, sýndi og sannaði einu sinni enn að hann er einn besti markvörður sem á landinu er. Ég skal fúslega viðurkenna að tvisvar sá ég tuðruna í markinu en þá mætti Sandor! Fyrstu 30 mín í seinni hálfleik vorum við undir pressu frá heimamönnum en með vilja, baráttu og óendanlegum dugnaði tóks drengjunum að standa af sér "storminn".
Mikið ringdi og því viðraði vel til tæklinga, Einar dómari var á tímabili með gula spjaldið á lofti svo ótt og títt að manni datt í hug að þetta væri frisbee diskur sem hann væri með. Vissulega voru sumar tæklingarnar galsafengnar en í raun bara tvær sem gerðu það að manni blöskraði verulega. Kemur kannksi ekki á óvart að ég telji svo, en þær voru ættaðar úr herbúðum HK. Þá fyrri átti Almir Cosic þegar hann straujaði Stein og fékk aðeins gult fyrir. Sú seinni var þegar Ásgrímur Albertsson braut gróflega á Orri Gústafssyni, þegar okkar maður var við það að sleppa í gegn. Ásgrímur var ótrúlega nálægt því að vera aftasti varnarmaður í þessu atviki. Orri kom inná fyrir markaskoraran David á 69 mín.
Við fórum svo að ná tökum á leiknum aftur, fórum að halda boltanum betur en nokkuð vantaði uppá að við næðum því fyrstu 30 mín í seinni hálfleik. Auðvita litu aftur dagsins ljóst færi með því að við fórum aftur að halda boltanum betur og þeir félagar Orri og Andri fengu báðir mjög ákjósanlega færi til þess að auka við forustu okkar eftir mjög skemmtilegar skyndisóknir en því miður ekki gekk það í þau skiptin.
Leiknum lauk því með sigri okkar 1-0 og var fögnuður manna í leikslok mikill. Eins og áður hefur komið fram í þessum skrifum var það barátta, vilji, löngun, ásamt flottum fótbolta sem skóp það að við lönduðum sigri. Ég hef getið um frábæra framistöðu Sandors í markinu, Maggi Blö var sennilega að leika sinn besta leik í gulu og bláu, Jan, Túfa,Haukur Hinrikss......... ja maður á ekki að vera að gera upp á milli manna, ALLIR og þá virkilega meina ég ALLIR mínir menn léku þennan leik mjög vel og vildu svo sannarlega sigra!
Fögnuður leikmanna í leikslok mikill enda búnir að vinna svo innilega vel fyrir þessum stigum. Slíkir sigrar eru bestir.
Við erum sem stendur í 6 sæti deildar með 22 stig næsti leikur verður hér heima á þriðjudaginn gegn Fjarðabyggð en nánar um þann leik seinna.
Áfram KA!!
GN
Byrjunarlið okkar var svona:
Sandor, Haukur H, Jan, Haukur Hinrikss, Maggi Blö, Túfa, Deano, Stubbs , Steinn, Andri, Disztl.
Leikurinn fór rólega afstað HK kannski aðeins meira með boltan en við létum líka af okkur vita. Barátta og vilji var mikill í KA liðinu og það fór ekki á milli mála að menn voru tilbúnir í þann slag sem fyrir höndum var. Strax á 6 mín náum við hraðaupphlaupi að marki HK, vel útfærð sókn það sem boltinn gekk vel á mili manna, endaði með mjög góðu skoti Stubbs en boltinn smaug framhjá markvinklinum, aðeins innar og við hefðum séð eitt flottasta mark sumarsins! Skömmu síðar átti Andri Fannar frábært skot að marki aftur eftir snögga og mjög góða sókn okkar en markvörður HK gerði mjög vel og varði. Markið hreinlega lá í loftinu og það kom loks á 16. mín þegar David Disztl skallaði fyrirgjöf Andra frá hægri í markið. Góður markvörður HK hafði hendurnar í boltanum en skalli Davids var of kraftmikill og strákarnir komnir með mjög verðskuldaða forustu.
Skömmu síðar skapaðist mikil hætti við mark heimamanna þegar David Disztl var innan við hársbreidd að ná að renna sér í boltan á fjærstöng eftir góða aukaspyrnu Andra frá hægri. Deano meiddist og varð að yfirgefa völlinn á 19. mín í hans stað kom Davíð Bjarnason
HK sótti nokkuð en þeir voru í raun ekki að skapa sér mikið í fyrri hálfleik og þrátt fyrir stress á stuðningsmönnum KA í stúku voru okkar menn með hlutina á hreinu inná vellinum. Við sóttum hratt á HK þegar þeir töpuðu boltanum og vissulega voru þeir í miklum vandræðum með okkur í fyrri hálfleik. Barátta og vilji okkar manna var frábær, boltinn gekk vel og auðveldlega á milli manna og í raun má kannski segja að þessi hálfeikur sé með því besta sem ég hef séð til liðsins í sumar. Allir leikmenn liðsins voru virkir, allir með á fullu.
Staðan eftir mjög góðan fyrri hálfleik HK 0 - KA 1 en hefði svo auðveldlega geta verið HK 0 - KA 3 eða 4!
Seinni hálfleikur var kannski ekki eins vel leikinn af okkar hálfu, þ.e ekki sami flotti fótboltinn en menn bættu það upp með gríðarlegri baráttu, vilja, og seiglu, ákveðni. Strákarnir ætluðum EKKI að tapa. Þannig má kannski segja að liðið fórnaði hugsanlega aðeins gæðum fyrir baráttu (barátta er reyndar líka tákn um gæði). Það er líka mikið styrkleikamerki að geta sett hælana í brekkuna þegar þess þarf og við vorum á erfiðum útivelli að verja okkar forskot.
Sandor var frábær, sýndi og sannaði einu sinni enn að hann er einn besti markvörður sem á landinu er. Ég skal fúslega viðurkenna að tvisvar sá ég tuðruna í markinu en þá mætti Sandor! Fyrstu 30 mín í seinni hálfleik vorum við undir pressu frá heimamönnum en með vilja, baráttu og óendanlegum dugnaði tóks drengjunum að standa af sér "storminn".
Mikið ringdi og því viðraði vel til tæklinga, Einar dómari var á tímabili með gula spjaldið á lofti svo ótt og títt að manni datt í hug að þetta væri frisbee diskur sem hann væri með. Vissulega voru sumar tæklingarnar galsafengnar en í raun bara tvær sem gerðu það að manni blöskraði verulega. Kemur kannksi ekki á óvart að ég telji svo, en þær voru ættaðar úr herbúðum HK. Þá fyrri átti Almir Cosic þegar hann straujaði Stein og fékk aðeins gult fyrir. Sú seinni var þegar Ásgrímur Albertsson braut gróflega á Orri Gústafssyni, þegar okkar maður var við það að sleppa í gegn. Ásgrímur var ótrúlega nálægt því að vera aftasti varnarmaður í þessu atviki. Orri kom inná fyrir markaskoraran David á 69 mín.
Við fórum svo að ná tökum á leiknum aftur, fórum að halda boltanum betur en nokkuð vantaði uppá að við næðum því fyrstu 30 mín í seinni hálfleik. Auðvita litu aftur dagsins ljóst færi með því að við fórum aftur að halda boltanum betur og þeir félagar Orri og Andri fengu báðir mjög ákjósanlega færi til þess að auka við forustu okkar eftir mjög skemmtilegar skyndisóknir en því miður ekki gekk það í þau skiptin.
Leiknum lauk því með sigri okkar 1-0 og var fögnuður manna í leikslok mikill. Eins og áður hefur komið fram í þessum skrifum var það barátta, vilji, löngun, ásamt flottum fótbolta sem skóp það að við lönduðum sigri. Ég hef getið um frábæra framistöðu Sandors í markinu, Maggi Blö var sennilega að leika sinn besta leik í gulu og bláu, Jan, Túfa,Haukur Hinrikss......... ja maður á ekki að vera að gera upp á milli manna, ALLIR og þá virkilega meina ég ALLIR mínir menn léku þennan leik mjög vel og vildu svo sannarlega sigra!
Fögnuður leikmanna í leikslok mikill enda búnir að vinna svo innilega vel fyrir þessum stigum. Slíkir sigrar eru bestir.
Við erum sem stendur í 6 sæti deildar með 22 stig næsti leikur verður hér heima á þriðjudaginn gegn Fjarðabyggð en nánar um þann leik seinna.
Áfram KA!!
GN