Rut Jónsdóttir handknattleikskona ársins

Handbolti
Rut Jónsdóttir handknattleikskona ársins
Rut er ákaflega vel að nafnbótinni komin!

Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður KA/Þórs var í dag valin besta handknattleikskona ársins af Handknattsleikssambandi Íslands. Rut fór fyrir liði KA/Þórs á árinu sem varð Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari auk þess sem að hún spilaði sinn 100 landsleik fyrir Íslands hönd á árinu.

Hún skoraði 87 mörk í 14 deildarleikjum fyrir KA/Þór á síðustu leiktíð og var valin besti sóknarmaður og besti leikmaður Olísdeildar kvenna auk þess að fá Sigríðarbikarinn sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar valinn af þjálfurum.

Rut sem er fyrirliði íslenska landsliðsins hefur nú leikið 104 landsleiki og skorað í þeim 215 mörk. Þetta er í annað sinn sem Rut hreppir nafnbótina handknattleikskona ársins en hún var síðast valin árið 2013. Hún hefur alla tíð verið verið mikil fyrirmynd bæði innan og utan vallar þar sem bæði yngri eldri iðkendur líta upp til hennar.

Við óskum henni innilega til hamingju með nafnbótina sem er svo sannarlega verðskulduð!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is