Óðinn Þór í æfingahóp A-landsliðsins

Handbolti

Óðinn Þór Ríkharðsson var í dag valinn í 21 manna æfingahóp A-landsliðs Íslands í handbolta. Landsliðið mun æfa saman dagana 1.-6. nóvember næstkomandi og marka æfingarnar upphafið að undirbúningi liðsins fyrir EM 2022 sem fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Óðinn sem er 24 ára gamall og leikur í hægra horni gekk til liðs við KA fyrir tímabilið frá danska liðinu Team Tvis Holstebro og hefur komið af krafti inn í liðið. Hann hefur alls leikið 14 landsleiki fyrir Íslands hönd og gert í þeim 44 mörk.

Við óskum Óðni til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum. Að þessu verkefni loknu hittist liðið ekki fyrr en eftir áramót þegar lokaundirbúningur hefst fyrir EM. Þá verða meðal annars spilaðir tveir vináttulandsleikir gegn Litháen hér heima. Liðið heldur utan 11. janúar en fyrsti leikur strákanna okkar á EM er föstudaginn 14. janúar gegn Portúgal.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is