Flýtilyklar
Lillý Rut og Sandra María æfa með Leverkusen
Lillý Rut Hlynsdóttir og Sandra María Jessen verða í viku hjá TSV Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Verður þetta flott reynsla fyrir þessa efnilegu leikmenn sem eru þegar fyrir löngu orðnar lykilmenn í Þór/KA sem endaði í 4. sæti í Pepsideildinni í sumar.
Þetta sýnir metnaðinn sem Þór/KA hefur en Þór/KA hafði áhuga á að skipuleggja ferð fyrir stelpurnar til Norðurlanda. Í von um að slík ferð myndi þroska þá sem leikmenn að æfa öðru landi með góðum leikmönnum. Þau höfðu því samband við umboðsmann sem hefur hjálpað félaginu að fá leikmenn. Þegar hann hafði skoðað hvað var í boði kom í ljós að þær myndu fara aðeins lengra en áætlað var þar sem Leverkusen hafði áhuga á að bjóða þeim til sín á æfingar.
TSV Bayer Leverkusen er sem stendur í 8. sæti þegar 8 leikir eru búnir í þýsku úrvaldsdeildinni. Öll umgjörðin í kringum þær er til fyrirmyndar og starfið hjá félaginu hefur verið að skila framförum í félaginu á undanförnum árum.