Leikjaskóli KA sumarið 2024 | Breytt snið

Almennt

Þá er loksins komið að því að kynna til leiks Leikjaskóla KA sumarið 2024. Þeir verða tveir talsins. Annar þeirra haldinn af júdódeild KA í samvinnu við aðalstjórn og fer hann fram í Naustaskóla. Hinn er haldinn af fimleikadeild KA og er fjallað um hann í þessari frétt hér

Leikjaskóli KA í Naustaskóla:

Breytt snið verður á skólanum í ár, frá fyrri árum. KA verður með fjögur eins vikna námskeið, fyrsta námskeiðið hefst 10.júní og síðasta námskeiðið hefst 1.júlí.

Öllum börnum sem æfa knattspyrnu hjá félaginu verður gefinn kostur á að fara á æfingu, annaðhvort á skólatíma eða þegar skólanum lýkur. Fá krakkarnir fylgd með starfsmönnum skólans.

Nánari upplýsingar, um dagskrá og annað slíkt fæst í gegnum Sportabler þegar nær dregur. 

Við minnum á að hægt er að nýta frístundarávísunina til þess að greiða fyrir skólann. 

Helstu upplýsingar:

Leikjaskólinn fer allur fram í íþróttahúsinu við Naustaskóla. Mæting er við inngang íþróttahússins. 

Skólinn opnar 08:00 á morgnanna og er skólanum lokið 12:30 hvern dag.

Umsjónarmaður Leikjaskólans er Fjóla Kristjánsdóttir, eins og í fyrra.

Skólinn er eingöngu fyrir krakka fædda 2013-2017

Hámarksfjöldi á hvert námskeið er 100 börn - ekki er hægt að lofa aðgöngu fyrir börn umfram 100. 

Smelltu hér til þess að skrá í og greiða fyrir Leikjaskóla KA sumarið 2024

Smelltu hér til þess að lesa um leikjaskóla fimleikadeildar KA


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is