Flýtilyklar
Leik KA og ÍBV frestað til fimmtudags
Leik KA og ÍBV sem átti að fara fram í KA-Heimilinu í dag hefur verið frestað um einn dag vegna veðurs. Leikurinn fer nú fram klukkan 17:30 fimmtudaginn 24. febrúar og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja strákana til sigurs.
Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana en strákarnir unnu stórkostlegan sigur á Haukum á sunnudaginn sem tryggði sæti í úrslitahelgi bikarkeppninnar og hafa unnið sex leiki í röð.
Stemningin í KA-Heimilinu gegn Haukum var magnþrungin og alveg ljóst að við þurfum að endurtaka leikinn ef við ætlum okkur tvö stig gegn sterku liði ÍBV. Það er gríðarlega hörð barátta framundan í Olísdeildinni og klárt að við þurfum að sækja öll þau stig sem í boði eru til að tryggja sæti í úrslitakeppninni í vor.