KA í úrslitahelgi bikarsins (myndaveisla)

Handbolti
KA í úrslitahelgi bikarsins (myndaveisla)
Sigurgleðin var allsráðandi! (mynd: Þórir Tryggva)

KA tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins með stórkostlegum 28-26 sigri á Haukum í KA-Heimilinu í gær. Stemningin var magnþrungin í stúkunni og sigurgleðin allsráðandi í leikslok en sigur KA liðsins var ansi verðskuldaður enda leiddu strákarnir leikinn frá upphafi til enda.

Þórir Tryggvason ljósmyndari var á leiknum í gær og býður til heljarinnar myndaveislu frá herlegheitunum og kunnum við honum bestu þakkir fyrir framtakið og ykkur fyrir stórkostlegan stuðning allan leikinn!


Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá leiknum

KA varð Bikarmeistari í þriðja sinn árið 2004 en hefur aldrei áður komist í úrslitahelgi keppninnar í núverandi mynd. Sameiginlegt lið Akureyrar Handboltafélags lék tvívegis í úrslitahelginni, fyrst árið 2011 er liðið lék til úrslita en tapaði gegn Val og aftur árið 2013 er liðið tapaði gegn Stjörnunni í undanúrslitunum.

Það á eftir að draga í undanúrslitin en það er ljóst að leikið verður á Ásvöllum í Hafnarfirði þar sem enn er unnið að viðgerðum í Laugardalshöllinni. Leikið verður fimmtudaginn 10. mars en KA/Þór mun einnig leika í úrslitahelginni og leikur sinn undanúrslitaleik miðvikudaginn 9. mars. Úrslitaleikirnir fara svo fram laugardaginn 12. mars og því eina vitið að taka dagana frá nú þegar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is