Flýtilyklar
Íþróttamaður Akureyrar
Sandra Stephany Mayor var kjörin íþróttakona Akureyrar. Stephany Mayor var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Þórs/KA og var bæði markahæst og átti flestar stoðsendingar á Íslandsmótinu þá var hún kjörin besti leikmaður Íslandsmótsins af leikmönnum.
Alexander Heiðarsson og Anna Soffía Víkingsdóttir úr Júdódeild KA urðu í þriðja sæti í kjöri til Íþróttamanns og Íþróttakonu Akureyrar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi í kvöld.
Um það var samið þegar júdófólk úr Íþróttafélaginu Draupni gengu inn í KA s.l. sumar að Draupnir mundi tilnefna til Íþróttamanns Akureyrar vegna 2017 og er það skýringin á þessu fyrirkomulagi.
Anna Soffía gat ekki verið viðstödd en Edda Ósk tók við viðurkenningum fyrir hennar hönd.
Við óskum Alexander og Önnu Soffíu innilega til hamingju.
Hér er helsti árangur þeirra 2017
Alexander Heiðarsson vann til sjö verðlauna erlendis á árinu 2017. Hann vann til bronsverðlauna á Matsumae Cup í Danmörku. Hann vann til gullverðlauna og silfurverðlauna á Norges Cup og vann til Silfur og brons verðlauna á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Alexander vann til bronsverðlauna á Budo Nord Cup í Svíþjóð og til silfurverðlauna á Welsh Open í Cardiff. Alexander vann sér inn rétt til að taka þátt í Ólympíuhátíð æskunnar sem fóru fram í Györ í Ungverjalandi í sumar en vann ekki til verðlauna þar. Alexander varð einnig tvöfaldur Íslandsmeistari á árinu. Alexander Heiðarsson var útnefndur efnilegasti júdómaður Íslands af Júdósambandi Íslands.
Anna Soffía Víkingsdóttir vann til tveggja gullverðlauna á Norðulandamótinu sem haldið var í Svíþjóð. Anna Soffía vann einnig til gullverðlauna á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru í San Marínó auk þess að verða tvöfaldur Íslandsmeistari. Júdósamband Íslands valdi Önnu Soffíu júdókonu ársins 2017.