Húsasmiðjan semur við handknattleiksdeild KA

Handbolti
Húsasmiðjan semur við handknattleiksdeild KA
Magnús og Haddur handsala samninginn góða

Húsasmiðjan og handknattleiksdeild KA undirrituðu á dögunum þriggja ára styrktarsamning og verður Húsasmiðjan þar með einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar næstu þrjú ár. Haddur Júlíus Stefánsson formaður handknattleiksdeildar KA og Magnús Magnússon markaðsstjóri Húsasmiðjunnar skrifuðu undir samninginn.

Samningurinn var handsalaður við opnun á glæsilegri nýrri verslun Húsasmiðjunnar á Akureyri og spennandi tímar framundan bæði hjá versluninni sem og í handboltanum og ljóst að þarna koma tveir metnaðarfullir aðilar saman.

"Stuðningur fyrirtækja skiptir íþróttahreyfinguna gríðarlegu máli. Við bjóðum Húsasmiðjuna velkomna í hóp styrktaraðila okkar og um leið óskum þeim til hamingju með nýja og glæsilega verslun við erum sannfærð um að þetta hjálpi okkur til að ná markmiðum okkar," sagði Haddur við undirritunina.

"Það er hluti af okkar samfélagsstefnu að styðja við góð málefni í þeim samfélögum sem við störfum. Nú höfum við opnað glæsilega verslun hér á Akureyri og því þykir okkur mikilvægt að styðja um leið við góð málefni hér á svæðinu og um leið þakka fyrir frábærar viðtökur hér," sagði Magnús fyrir hönd Húsasmiðjunnar við tilefnið.

Við óskum báðum aðilum til hamingju með samninginn og hlökkum til þessa spennandi samstarfs.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is