Heiða Ragney og Helena til liðs við Þór/KA - Lára og Hulda Ósk framlengja

Fótbolti
Heiða Ragney og Helena til liðs við Þór/KA - Lára og Hulda Ósk framlengja
Stelpurnar við undirskrift. Mynd: Palli Jóh

Þær Lára Einarsdóttir og Hulda Ósk framlengdu í dag samninga sína við Þór/KA í knattspyrnu til tveggja ára til viðbótar.

Varnarmaðurinn Lára Einarsdóttir er á 23 ára gömul hefur verið einn af burðarásum liðsins undanfarin ár. Lára hóf meistaraflokksferilinn 2010 og í dag á hún 144 leiki að baki með Þór/KA og í þeim leikjum hefur hún skorað 7 mörk. Sóknarmaðurinn Hulda Ósk Jónsdóttir er 21 árs á að baki 96 meistaraflokksleiki að baki og skoraði í þeim 27 mörk. Hóf meistarflokksferlilinn með Völsungi 2012 en hélt svo til KR og lék með vesturbæjarliðinu 2014 og 2015. Því næst kom hún til Þórs/KA og lék með liðinu 2016 og 2017. Hulda hefur leikið 41 leik með Þór/KA í deild og bikar og skoraði í þeim leikjum 11 mörk. 

Þá gengu þær Heiða Ragney Viðarsdóttir og Helena Jónsdóttir til liðs við Þór/KA en þær hafa báðar leikið áður með félaginu. Helena stóð í marki Hamranna á síðasta tímabili en Heiða Ragney lék í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Heiða hefur einnig leikið 5 landsleiki með U17 ára liði Íslands. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is