Flýtilyklar
Haraldur Bolli skrifar undir tveggja ára samning
Haraldur Bolli Heimisson skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Halli, eins og hann er iðulega kallaður, er stór og stæðilegur línumaður sem er fæddur árið 2002.
Halli fékk eldskírn með KA-liðinu í fyrra þar sem hann lék töluvert í sókn. Halli kemur úr mjög flottum árgangi hjá KA og er uppalinn í gegnum félagið. Hann er fæddur sama ár og Arnór Ísak, leikstjórnandi, og Bruno Bernat markvörður sem allir hafa leikið í gegnum alla yngri flokka félagsins.
Það er mikill fengur í að Haraldur skrifaði undir tveggja ára samning enda er framtíðin björt. Fyrir utan góða takta innan vallar er Haraldur mikill eðaldrengur sem vekur kátínu utan vallar einnig.