Hákon Atli framlengir út 2026

Fótbolti

Hákon Atli Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2026. Hákon sem er tvítugur er uppalinn hjá KA og lék sína fyrstu keppnisleiki fyrir meistaraflokk á nýliðnu sumri.

Hákon kom við sögu í þremur leikjum, þar á meðal tveimur bikarleikjum áður en hann fór á lán til Dalvíkur/Reynis þar sem hann lék sex leiki. Sumarið 2023 lék hann á láni með Völsung þar sem hann lék alla leiki liðsins.

Hákon er gríðarlega öflugur og metnaðarfullur leikmaður og ekki nokkur spurning að hann á framtíðina fyrir sér. Það eru afar jákvæðar fréttir að hann sé búinn að skrifa undir nýjan samning og verður því áfram gaman að fylgjast með framgöngu Hákons í gula og bláa búningnum næstu árin.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is