Filip bestur og 5 KA menn í blakliði ársins

Blak
Filip bestur og 5 KA menn í blakliði ársins
Frábært lið okkar KA manna (mynd: Þ.Tr.)

Karlalið KA í blaki varð eins og flestir vita þrefaldur meistari á nýliðnu tímabili þegar liðið hampaði Deildar-, Bikar- og Íslandsmeistaratitlinum. Lokahóf Blaksambands Íslands var haldið í gær og var lið ársins tilkynnt og á KA hvorki fleiri né færri en 5 leikmenn í liði ársins hjá körlunum. Þá var Filip Pawel Szewczyk valinn besti leikmaðurinn.

Lið ársins :

Kantsmassarar – Quentin Moore, KA og Ævarr Freyr Birgisson, KA
Miðjumenn – Gary House, HK og Mason Casner, KA
Uppspilari – Filip Pawel Szewczyk, KA
Díó – Miguel Mateo Castrillo, Þrótti Nes
Frelsingi – Gunnar Pálmi Hannesson, KA

Við óskum strákunum til hamingju með valið og sérstaklega Filip með heiðurinn að vera valinn sá besti.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is