Einar Birgir framlengir um tvö ár

Handbolti
Einar Birgir framlengir um tvö ár
Jón Heiðar og Einar handsala samninginn góða

Einar Birgir Stefánsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Eru þetta ákaflega jákvæðar fréttir en Einar eða Danski eins og hann er iðulega kallaður hefur verið í algjöru lykilhlutverki í liði KA bæði í vörn og sókn.

Danski sem verður 28 ára í marsmánuði hefur leikið með meistaraflokki KA frá árinu 2017 og hefur nú leikið 168 leiki í deild, bikar og evrópu fyrir KA. Eins og áður segir er hann í lykilhlutverki í liði okkar þar sem hann spilar iðulega í hjarta varnarinnar og svo á línu í sókn.

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur KA-liðið heldur betur fundið taktinn og á Einar Birgir stóran þátt í því. Baráttan heldur áfram eftir jóla- og HM frí á þriðjudaginn þegar Valsarar mæta norður og verður spennandi að sjá hvort strákarnir okkar nái að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is