Tilnefningar til Böggubikarsins 2021

Böggubikarinn verður afhendur í áttunda skiptið á 94 ára afmæli KA í janúar en alls eru sjö ungir og öflugir iðkendur tilnefndir fyrir árið 2021 frá deildum félagsins
Lesa meira

KA óskar ykkur gleðilegra jóla!

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Á sama tíma viljum við þakka fyrir ómetanlegan stuðning á árinu sem nú er að líða auk allrar þeirrar sjálfboðavinnu sem félagsmenn unnu fyrir félagið
Lesa meira

Valdís og Tea í úrvalsliði BLÍ

Blaksamband Íslands valdi í dag úrvalslið fyrri hluta úrvalsdeildanna í blaki við hátíðlega athöfn. KA á tvo fulltrúa í liði úrvalsdeildar kvenna en það eru þær Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Tea Andric en báðar hafa þær staðið sig frábærlega með liði KA sem trónir á toppi deildarinnar
Lesa meira

Stelpurnar með fullt hús fyrir toppslaginn

KA tekur á móti Aftureldingu í algjörum toppslag í úrvalsdeild kvenna í blaki á morgun, laugardag, klukkan 18:00. KA er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en Afturelding kemur þar skammt á eftir, en Mosfellingar hafa einungis tapað einum leik í vetur og var það einmitt gegn KA
Lesa meira

KA á 5 fulltrúa í æfingahópum A-landsliðanna

Næstum því tvö ár eru liðin frá því að A-landslið karla og kvenna í blaki spiluðu leiki en sú bið er brátt á enda. Landsliðin taka þátt í Novotel Cup í Lúxemborg dagana 28.-30. desember næstkomandi og framundan er undirbúningur fyrir mótið
Lesa meira

Auður og Rakel í lokahóp U17

Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir voru í dag valdar í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands í blaki sem tekur þátt í undankeppni EM í Köge í Danmörku dagana 17.-19. desember næstkomandi. Tamas Kaposi er aðalþjálfari og Tamara Kaposi-Peto er aðstoðarþjálfari
Lesa meira

Auður og Rakel æfðu með U17 á Húsavík

Stúlknalandslið Íslands í blaki skipað leikmönnum 17 ára og yngri kom saman til æfinga á Húsavík um helgina en framundan er undankeppni fyrir Evrópumótið í desember. KA átti tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Auður Pétursdóttir og Rakel Hólmgeirsdóttir
Lesa meira

Landsbankinn framlengir við blakdeild KA

Landsbankinn og blakdeild KA framlengdu á dögunum styrktarsamning sinn til næstu tveggja ára. Landsbankinn hefur verið öflugur bakhjarl blakdeildar sem og annarra deilda félagsins og erum við afar þakklát fyrir áframhaldandi samstarf sem skiptir sköpum í okkar metnaðarfulla starfi
Lesa meira

Líf og fjör á fyrirtækjamóti KA í blaki

Blakdeild KA stóð fyrir fyrirtækjamóti í blaki í KA-Heimilinu á föstudaginn þar sem stórglæsileg tilþrif litu dagsins ljós. Fjölmörg fyrirtæki sendu lið til leiks á mótið þar sem gleðin var í fyrirrúmi enda getustig leikmanna ansi misjafnt og aðalatriðið að hrista hópinn vel saman
Lesa meira

Jóna valin best í liði Íslands á NEVZA

Norðurlandamót NEVZA í blaki hjá U19 ára landsliðunum fór fram um helgina og átti blakdeild KA alls fimm fulltrúa á mótinu sem fór fram í Rovaniemi í Finnlandi
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is