Þrjú gull og tvö silfur á fyrsta móti vetrarins

Blak
Þrjú gull og tvö silfur á fyrsta móti vetrarins
Stelpurnar í U14 unnu gull og töpuðu ekki hrinu

Það var heldur betur líf og fjör hjá blakdeild KA um helgina en alls tóku átta lið á vegum félagsins þátt á fyrsta móti Íslandsmótsins sem fór fram í Mosfellsbæ. Gríðarleg fjölgun iðkenda hefur átt sér stað undanfarin ár hjá okkur í blakinu og afar gaman að sjá deildina vera að uppskera eftir mikla vinnu.

Ekki nóg með að senda allan þennan fjölda liða til leiks að þá var árangurinn algjörlega frábær og greinilegt að það eru afar bjartir tímar framundan hjá okkur.

Strákarnir í U12 flokknum uppskáru silfur

Stelpurnar í U12 flokknum fengu silfur rétt eins og strákarnir

Stelpurnar í U14 unnu alla leiki sína 2-0 á mótinu og uppskáru gull en mynd af þeim er efst í fréttinni. Stelpurnar í KA-B sem sjást hér stóðu sig einnig frábærlega og enduðu í 4. sæti.

KA-Völsungur í U16 ára flokki drengja unnu alla leiki sína 2-0 á mótinu og fór því heim með gullið.

Stelpurnar í U16 gerðu sér lítið fyrir og unnu gullið þar sem þær töpuðu einungis einni hrinu. Þó nokkrar í liðinu eru nú þegar komnar í hlutverk í meistaraflokksliði KA.

KA-B í U16 ára flokki stúlkna stóð sig einnig frábærlega og enduðu stelpurnar í 4. sæti á mótinu.

Að lokum sýndu stelpurnar í KA-C frábæra takta en flestar stelpurnar byrjuðu í blaki í haust og sýndu og sönnuðu að þær eru klárar í slaginn í vetur og verður gaman að fylgjast með framgöngu þeirra.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is