KA-menn í eldlínunni með karlalandsliðinu

Blak

Karlalandslið Íslands í blaki stendur í ströngu um þessar mundir en liðið leikur í undankeppni EM 2023 þar sem Ísland leikur gegn Svartfjallalandi, Portúgal og Lúxemborg. Blaksambandið hefur verið í mikilli uppbyggingu í kringum landsliðin og umgjörðin algjörlega til fyrirmyndar.

Alls eru fjórir leikmenn KA í hópnum en þetta eru þeir Birkir Freyr Elvarsson, Draupnir Jarl Kristjánsson, Gísli Marteinn Baldvinsson og Hermann Biering Ottósson. Auk þeirra eru þó nokkrir fyrrum leikmenn KA í hópnum og þá kom Miguel Mateo Castrillo leikmaður KA inn í þjálfarateymið.

Við getum því verið ansi stolt af okkar framlagi til íslenska landsliðsins sem er í skemmtilegum og áhugaverðum uppbyggingarfasa. Íslenska liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í undankeppninni en án nokkurs vafa mun þetta verkefni skila mikilli reynslu í hópinn en framundan eru heimaleikir gegn Svartfellingum og Portúgölum auk útileiks gegn Lúxemborg.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is