KA á 7 fulltrúa í liðum ársins hjá Blakfréttum

Blak
KA á 7 fulltrúa í liðum ársins hjá Blakfréttum
Stórkostlegur vetur að baki í blakinu

KA átti ótrúlegt tímabil í blakinu í vetur þar sem karla- og kvennalið félagsins unnu alla þá titla sem í boði voru. Blakfréttir.is birtu í gær úrvalslið sín yfir veturinn og má með sanni segja að leikmenn KA hafi verið þar ansi sýnilegir en alls á KA 7 fulltrúa í liðunum, 4 karlamegin og 3 kvennamegin.

Karlamegin voru þeir Filip Szewczyk (uppspilari), Stefano Nassini Hidalgo (kantur), Alexander Arnar Þórisson (miðja) og Miguel Mateo Castrillo (díó) valdir í liðið. Mason Casner fyrirliði KA fékk einnig atkvæði í kosningunni.

Hjá konunum voru þær Luz Medina (uppspilari), Birna Baldursdóttir (miðja) og Paula Del Olmo Gomez (díó) valdar í liðið. Þá fengu þær Helena Kristín Gunnarsdóttir, Arnrún Eik Guðmundsdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir einnig atkvæði í kosningunni.

Við óskum okkar frábæru fulltrúum til hamingju með valið og hlökkum til næsta veturs þar sem KA liðin ætla sér áfram stóra hluti.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  staff@ka.is